Allt frá framboði og eftirspurn til breytinga á efnahagshorfum, hvaða þættir eru það sem raunverulega hafa áhrif á gullverð? Fram til 1931 réði gullverð verðgildi flestra stærstu gjaldmiðla. Þetta þýddi að hvenær sem var mátti fara með pappírspeninga í banka og skipta þeim í efnislegt gull. Í heimskreppunni upp úr 1930 færðist það mjög í vöxt að fólk skipti peningaseðlum í gula málminn dýrmæta. Brátt skapaðist hætta á að gullforði helstu ríkja yrði uppurinn, og á endanum var „gulltrygging“ gjaldmiðilsins afnumin 1931.
Árið 2014 var ekki lengur nein þjóð sem notaði gulltryggingu sem grundvöll peningakerfis síns, þótt margar haldi áfram að eiga talsverðan gullforða.
Opinbert gullverð er ákvarðað tvisvar á dag, kl. 10:30 og 15:00 að íslenskum tíma (GMT), nema á aðfangadag jóla og gamlársdag en þá er einungis morgunákvörðun. Verðákvörðunin er kölluð „gold fixing“ og það eru Markaðssamtök eðalmálma í London (London Bullion Market Association, LBMA) sem ákvarða verðið. Þótt opinberri gullverðsákvörðun sé ætlað að fastsetja samninga milli aðila eðalmálmamarkaðarins í London, er hún viðurkennd sem óopinber viðmiðun um gullverð um heim allan.
LBMA tekur mið af mörgum þáttum við gullverðsákvörðun dagsins, þar á meðal eru:
Það er einungis takmarkað magn af gulli í heiminum, svo öll aukning, samdráttur eða skyndilegar breytingar á framboði hafa áhrif á verðið. Til dæmis eiga stærstu kaupin á hreinu gulli sér stað á skartgripamörkuðum Indlands og Kína. Í október er hefðbundin brúðkaupstíð á Indlandi, og það er oftast sá árstími þegar eftirspurn eftir gulli rís hæst. En ef fólk í þessum löndum hefur ekki mikið fé á milli handanna, hefur það áhrif á hversu mikið er keypt og þar með á gullverðið. Diwali, fimm daga ljósahátíð sem milljónir Hindúa, Shika og Jaina um allan heim halda hátíðlega, hefur venjulega líka umtalsverð áhrif á gullverð á haustin, enda gegnir málmurinn dýri stóru hlutverki í hátíðahöldunum. Enn eitt dæmi um áhrif eftirspurnar á gullverð er þegar kínverskum borgurum var árið 2022 veittur réttur til að kaupa gullstangir, í fyrsta sinn síðan 1949. Þetta hleypti af stað gífurlegri eftirspurn eftir gullstöngum, sem hafði síðan áhrif á gullverð um allan heim.
Efnahagsástand í heiminum ræður miklu um það hversu mikið traust markaðir hafa á gulli. Þegar efnahagsástandið er bágborið eru fjárfestar líklegir til að halda sig við gullið því það er talið verðmætt í sjálfu sér, við það eykst eftirspurnin og verðið hækkar. Á sama hátt og gullverð nær hámarki á verðbólgutímum, er verðrýrnun líkleg til að þrýsta niður gullverði þegar gjaldmiðillinn styrkist og fjárfestar öðlast tiltrú á ný. Það sama á við um stjórnmálaástandið. Heimsviðburðir munu alltaf hafa umtalsverð áhrif á verð vöru eins og gulls.
Sögulega séð, hefur gullverð tilhneigingu til að vera lægra yfir sumarmánuðina en hækkar gjarnan nokkuð á haustin, sem stafar að hluta til af árstíðabundinni eftirspurn frá Indlandi og Diwali-hátíðinni.
Umsvifamestu kaupendurnir á gullmarkaði eru jafnan seðlabankar, og magnið sem þeir kaupa og selja hefur löngum haft áhrif á verð. Samkvæmt Alþjóðlega gullráðinu (World Gold Council) eru 60% af gullforða heimsins í vörslu ríkisstjórna Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Sviss og Ítalíu. Ef birgðirnar yrðu nú seldar, gæti þrýstingur á verðið til lækkunar orðið til þess að gull flæddi inn á markaðinn, sem myndi á endanum valda verðlækkun.
Í gegnum söguna hefur gullverð hækkað þegar vextir lækkuðu. Þetta á við um flestar vörur. Það byggist á þeirri kenningu að verðgildi pappírspeninga geti minnkað, en gull haldi verðgildi og kaupmáttur þess verði meiri. Þetta er þó ekki hægt að vita með vissu, því þróunin í fortíðinni tryggir ekki vöxt í framtíðinni, en þetta getur gefið vísbendingu.