Það er frábær rafleiðari. Það fellur aldrei á það. Raftækjaiðnaðurinn notar 200 tonn á ári. Um 50% af öllu gulli sem unnið er úr jörðu eru notuð til að búa til skartgripi og skraut, um 10% eru notuð í iðnaði og til lækninga og 40% sem geymsla verðmæta í formi gullstanga og mynta.
Vísindamenn eru að kanna betur eiginleika gulls. Lækningamáttur þess hefur verið rannsakaður öldum saman og sagt er að um 2000 f. Kr. hafi Kínverjar orðið fyrstir til að nota gull til lækninga.
Áður en sýklalyf voru uppgötvuð voru gulllyf mikilvægt vopn gegn sjúkdómum.
Á rannsóknarstofum nútímans er áhugi á að reyna að búa til ný efni með uppleystu gulli sem gætu ef til vill hentað til meðferðar við veirusjúkdómum og á undanförnum árum hefur verið sýnt fram á að tilteknar gulllausnir geta drepið krabbameinsfrumur. Það er enn margt órannsakað í efnafræði gulls og það er mikið að gerast á því rannsóknarsviði.
Finndu svör við algengum spurningum varðandi gullfjarfestingar og þjónustu