Margt fólk kýs að fjárfesta í gulli, silfri og platínu og ástæðurnar eru ótalmargar. En þegar fjárfest er í þessum málmum þarf að taka ýmsa þætti með í reikninginn.
Það er að sönnu eitthvað einstakt og áþreifanlegt við það að halda á stöng eða mynt sem hefur verið formuð úr eðalmálmi, en ákvörðun um fjárfestingu snýst klárlega um meira en bara vangaveltur um það hvernig gull, silfur eða platína myndi taka sig út í lófa þínum.
Fjárfesting í eðalmálmum getur verði gagnleg leið til þess að skapa meiri fjölbreytni í fjárfestingasafni þínu, sérstaklega er gull oft álitið vera örugg höfn á tímum efnahagslegrar óvissu.
Það er kannski freistandi að hugsa sér að skíra gull, silfur og platína séu einungis á færi hinna ofurríku, þegar þú sérð fyrir þér senur úr bíómyndum þar sem gullstöngum er staflað í háar stæður í vöruhúsum eða hvelfingum. Sem betur fer er veruleikinn býsna frábrugðinn þessum ímynduðu senum.
Gull- og málmmarkaðirnir hafa líklega aldrei verið aðgengilegri en þeir eru í dag. Sumar af smærri myntunum frá Gullmarkaðinum eru til dæmis tiltölulega ódýr leið inn á markaðinn, og sama má segja um reglubundinn kaup á eðalmálmum í gegnum leiðir Auvesta Edelmettal AG sem gerir líka hverjum sem er kleift að kaupa örlítið magn af gulli, allt niður í andvirði eur 50 á mánuði, og geyma það í öryggisgeymslum fyrir eðalmálma.
Eins og gildir um allar fjárfestingar, er engin trygging fyrir því að gull, silfur og platína muni hækka í verði með tímanum. Þótt yfirlit yfir sögulega verðþróun gefi innsýn í það sem gerst hefur í fortíðinnni, er framtíðin alltaf ófyrirsegjanleg.
Fágæti gulls og platínu er orsök þess að þessir málmar eru dýrari í ínnkaupi en silfur, svo þér kann að finnast þú fá meira fyrir peningana þegar þú kaupir silfur. En málið er aðeins flóknara en það: Kaup á gulli eru til dæmis undanþegin virðisaukaskatti víðast í Evrópu eins og er, en það á ekki við um silfur og platínu.
Gullverð breytist yfirleitt hægar en verð á silfri og platínu, síðarnefndu málmarnir tveir eru taldir óstöðugri í verði; að hluta til vegna þess að þeir eru meira notaðir í iðnaði. Líklegt er að besti kosturinn í þínum kringumstæðum ráðist af því hvaða afstöðu þú hefur til áhættu og hvort þú ert að leita eftir fjárfestingu til langs tíma.
Ef þú hefur í hyggju að fá eðalmálminn þinn afhentan, þarft þú að huga að því hvernig á að geyma hann á öruggan hátt. Þar kemur til greina að nota öryggisskáp á heimili þínu eða að nýta öryggishólf sem bankar og aðrar fjármálastofnanir bjóða upp á.
Auvestaog býður örugga geymsluaðstöðu í gegnum Brinks og Loomis, heimþekkt fyrirtæki sem starfa í öllum heimsálfum, þannig að þú þarft ekki að fá afhent það sem þú keyptir. Öryggisgeymslurnar, eru byggðar í samræmi við ströngustu öryggiskröfur og er vöktuð allan sólarhringinn alla daga af þjálfuðum öryggisvörðum.
Þetta ræðst af því hvaða geymslulausn þú velur. Ef þú ákveður að geyma fjárfestinguna í öryggisskáp, annað hvort heima eða í banka, getur kostnaðurinn verið breytilegur. Ef þú kýst að geyma ‚i gegnum Auvesta, þá er boðið upp á gegnsæja verðskrá og hagkvæmar geymslulausnir.
Kostirnir sem standa til boða eru fyrst og fremst myntir og stangir. Hvert þessara forma hefur sína kosti og galla, og valið hlýtur að ráðast af þörfum og einstaklingsbundnum kringumstæðum kaupandans. Þó má segja að valið á milli myntar og stanga sé oft háð því hversu háar upphæðir kaupandinn hefur til ráðstöfunar; mynt er gjarnan talin heppilegri fyrir þá sem hyggjast kaupa fyrir hóflegar fjárhæðir, en stangir gefa kost á einfaldari leið til að eignast umtalsvert magn.
Meðal annarra athugunarefna sem oft eru nefnd eru.
Þegar fjárfest er í eðalmálmum er ein af fyrstu spurningunum sem margir spyrja: „hvernig sel ég þá aftur?“, því ef þú kýst að fá það afhent sem þú keyptir, er ekki ólíklegt að þú viljir einhvern tíma losa um fjármunina. Bullion-myntir hafa einnig ákveðna myntfræðilega eiginleika (þær kunna til dæmis að vera eftirsóttar af myntsöfnurum) og því er oft auðveldara að selja þær en stangir, sem seljast jafnan eingöngu vegna verðgildis málmsins. Ef þú kýst að geyma gullið sem þú keyptir hjá Auvesta, geturðu selt það hvenær sem er gegnum persónulegan vefaðgang þinn.
Hvað kostnað varðar, er raunin oftast sú að eftir því sem magnið er meira, lækkar premían. Stangir eru líklegar til að bera lægri premíu eftir því sem þær stækka, frá 1 g, en premía á mynt er að jafnaði hærri. En vegna lægri geymslu- og framleiðslukostnaðar eru stafrænir eðalmálmar sú vara sem hefur lægsta premíu hjá okkur um þessar mundir.
Á Íslandi eru allir eðalmálmar virðisaukaskattskyldir. Virðisaukaskattur er innheimtur fyrir Ríkissjóð þegar keyptir eru eðalmálmar í gegnum vefverslun Gullmarkaðarins. Þú greiðir virðisaukaskatt af öllum eðalmálmum sem þú færð senda til þín til Íslands eða sækir sjálfur. Tollstjóraembættið sér um innheimtu á virðisaukaskatti við landamæri Íslands.