10. Verðbólga og gull

10. Verðbólga og gull

Vöruhús fyllt með fullt af gullstöngum

Þegar að því kemur að varðveita fjárfestingu, sérstaklega til meðallangs eða langs tíma, eru áhrif verðbólgu á eignasafnið eitt af helstu áhyggjuefnum margra fjárfesta.


Þegar að því kemur að varðveita fjárfesting, sérstaklega til meðallangs eða langs tíma, eru áhrif verðbólgu á eignasafnið eitt af helstu áhyggjuefnum margra fjárfesta. Þetta hefur ekki síst átt við upp á síðkastið, því á meðan fjármálamarkaðir heimsins halda áfram að jafna sig eftir áhrif covid-faraldursins, vara margir fjármálasérfræðingar og fréttamiðlar við hækkandi verðbólgu. Gull hefur árum saman verið talið ein besta leiðin til að baktryggja sig fyrir áhrifum verðbólgu, en hvað er mikið til í þeirri fullyrðingu og á hún enn við í dag?

Hvað er verðbólga?

Almennt séð mælir verðbólga breytingar á verði vöru og þjónustu yfir tíma. Á Íslandi ná mælingar á verðbólgu og verði yfir neysluverðbólgu, vístölu framfærslukostnaðar og byggingarvísitölu og reyndar eru fjölmargar aðrar vísitölur reiknaðar. 


Liður í þessum mælingum eru kannanir á verði vöru og þjónustu sem stofnanir Alþýðusambandið og Neytendastofa framkvæma reglulega og er hluti af „innkaupakörfu“-greiningu þeirra. Verðbólgumælingin fylgist með verði mörg hundruð framleiðslu- og neysluvara sem eru hluti af dæmigerðum innkaupum heimila víðs vegar um Ísland og mælir verðbreytingar. Þar sem dæmigerð kaup almennings á vörum og þjónustu breytast yfir tíma er vörulistann reglulega uppfærður miðað við breyttar neysluvenjur. 


Það sem mælingar sem þessar sýna fram á er að verðið sem greitt er fyrir vörur og þjónustu fer almennt hækkandi og kaupmáttur peninganna er minni en áður var. Þetta blasir við þegar mælt er yfir langt tímabil myndu vörur og þjónusta sem hefðu kostað kr. 10 árið 1950 kosta yfir kr 950 í dag. Áhrifin eru ekki eins sláandi ef miðað er við skemmra tímabil, en breytingarnar eru samt merkjanlegar. Til dæmis hefðu vörur og þjónusta sem kostuðu kr 10 árið 2004 kostað meira en kr 27 árið 2024, sem svarar til 170% hækkunar. Seðlabankinn setur sér almennt 2,5% verðbólgumarkmið, sem hann hagar peningamálastefnu sinni eftir. Þó er verðbólgan 6,5 % eins og er – meira en 150% hærri en markmiðið.

Hvernig hefur verðbólga áhrif á mig?

Það er afar mikilvægt að fylgjast með verðbólguþróun, ekki síst fyrir fjárfesti, því þú vilt tryggja að fjárfestingar þínar vaxi umfram verðbólguna. Ef fjárfestingarnar halda ekki í við verðbólguna ert þú í rauninni að tapa peningum, því peningarnir þínir búa yfir minni kaupmætti en ella. Þar að auki hefur verðbólgustigið áhrif á ýmsar ákvarðanir sem snerta fjárútlát þín á hverjum degi, þar koma til þættir allt frá lífeyri til strætómiða.


Þótt það virðist þvert á almenna skynsemi að gera alltaf ráð fyrir að verðlag hækki, er litið svo á að lítils háttar verðbólga sé gagnleg, hún hvetji fólk til að eyða peningum því það veit að verðið á líklega eftir að hækka. En ef verðbólgan verður of mikil, gæti það verið til marks um það að hagkerfið sé í vandræðum. Til að sporna við of hárri verðbólgu, gerir Seðlabankinn þá, í samræmi við peningastefnu stjórnvalda, ýmsar ráðstafanir til að draga úr verðbólgunni. Ein helsta aðferðin sem beitt er í þeim tilgangi er að hækka vexti. Það er vegna þess að ef vextirnir hækka, verður dýrara að fá peninga að láni. Fyrir vikið hefur fólk minni peninga til ráðstöfunar, sem veldur því að eftirspurn minnkar og verð lækkar.


Þetta gengur þó ekki alltaf eftir. Á 20. öldinni gerðist það margsinnis að óðaverðbólga varð í hagkerfum víða um heim, þannig að verðbólgan fór yfir 50% á einum mánuði. Óðaverðbólga á sér venjulega ýmsar orsakir en oft tengist hún styrjöldum og efnahagsöngþveiti, ásamt því að seðlabanki prentar of mikið magn af peningum. Þótt 6,5% verðbólga sé langt undir þessu, er mikilvægt að ná sem fyrst stöðuleika í verðlagi til að endurskapa traust í hagkerfinu.

Gull og verðbólga

Allt frá upphafi siðmenningar hefur verið litið á gull sem vöru en líka sem leið til að geyma auðæfi. Margir myndu telja fjárfestingu í gulli skynsamlega á verðbólgutímum enda getur það skilað ávöxtun sem er umfram verðbólgu. Ef verðgildi gulls er skoðað yfir mjög langt tímabil, kemur svo sannarlega í ljós að það hefur haldið verðgildi sínu. Svo dæmi sé tekið, þá fékk rómverskur hundraðshöfðingi á dögum Ágústusar keisara (27 f.Kr.) greiddar 38,6 únsur af gulli á ári. Þegar það er borið að núverandi gullverði, sem er nærri eur 2.000 á únsu samsvarar það rétt undir kr 12.000.000. Það er að sögn svipuð upphæð og reyndur embættismaður fær í árslaun nú á dögum.


Sé gull borið saman við aðrar fjárfestingar, getur það líka skilað hagstæðari ávöxtun. Hefðir þú til dæmis keypt eur 55 virði af gulli í hverjum mánuði í 18 ár frá árinu 2002, hefðir þú átt meira en eur 28.000 virði af gulli árið 2020. Berum það saman við að leggja sömu upphæð inn á sparireikning með 3% vöxtum –  eur 15.703,51 – eða leggja hana einfaldlega til hliðar á engum vöxtum –  eur 11.880. Þessi einfaldi samanburður sýnir muninn á því að fjárfesta í gulli og að geyma einfaldlega reiðufé, og þar blasir við að ávöxtun gullsins yrði meiri. Þarna er kaupmáttur reiðufjár þó ekki tekinn með í reikninginn og hvernig verðbólga étur hann upp með tímanum.


Þótt þetta sé raunin, er sambandið milli gulls og verðbólgu ekki eins línulegt og menn héldu áður. Þótt gull skili góðri ávöxtun, reynast verðbreytingar á því ekki svara beint til breytinga á verðbólgu. Þetta er talið vera vegna þess að þótt þessir tveir þættir séu tengdir, nægi breytingar á verðbólgu einar og sér ekki til að hafa áhrif á gullverð.


Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðlega gullráðinu var því haldið fram að gull myndi skila betri ávöxtun en verðbréf, sérstaklega ef meiri verðbólga hellist yfir heiminn á næstu árum. Að auki gegnir gull mikilvægu hlutverki í hvaða eignasafni sem er, bæði sem taktísk baktrygging gegn verðbólgu og sem strategísk langtímafjárfesting. Það er vegna þess að gull er mikilvæg leið til að auka fjölbreytni eignasafns en það virkar líka sem baktrygging gagnvart gjaldmiðlum, því gullverð hefur tilhneigingu til að hreyfast í gagnstæða átt við gjaldmiðla, einkum Bandaríkjadal. Til dæmis hefur Bridgewater Associates, stærsti vogunarsjóður í heimi, mælt með því að fjárfestar beini 5-10% af eignasafni sínu í gull til að baktryggja sig fyrir pólitískri áhættu. Þar að auki hefur Alþjóðlega gullráðið látið hafa eftir sér að greining á skiptingu eignasafna bendi til þess að fjárfestar sem festu allt að 10% af eignasafni sínu í gulli gætu með því náð betri árangri. Þetta er raunin jafnvel þótt gert sér ráð fyrir mjög hóflegri meðalávöxtun gulls, upp á 2-4%, - sem er langt undir raunverulegri langtímaávöxtun sögulega séð.

Share by: