3. Inngangur að fjárfestingum í gulli

Gull hefur í gegnum söguna verið talið verðmæt eign. Nú á dögum er það enn mikilvægur hluti af eignasafni margra fjárfesta.
Í gegnum aldirnar hefur ævilega verið litið á gull sem dýrmæta eign. Í ævafornum heimildum er lýst þrá eftir gulli, bæði í formi listmuna en einnig sem gjaldmiðils. Allt frá því að gullmynt var fyrst slegin um 550 f.Kr. hefur hún verið mikilvæg undirstaða peningakerfisins. Hins vegar hafa fundist miklu eldri fjársjóðir sem hafa að geyma gull, allt frá því um 4000 f.Kr. Þetta sýnir að gulleign hefur verið tengd völdum og auðlegð í býsna langan tíma. Jafnvel þegar ríki hurfu frá gullmynt og tóku upp pappírsseðla til þæginda, var „gulltrygging“ til marks um að seðlarnir héldu enn mikilvægum tengslum við gull.
Eiginleikarnir sem gera gull verðmætt eru það hve málmurinn er fágætur og torfundinn, en þetta eru þættir sem heilla fólk enn þann dag í dag. En hversu sjaldgæft er gull? Hugsaðu þér, gull er svo fágætt að í heiminum er framleitt meira stál á einum klukkutíma en sem nemur öllu því gulli sem hefur verið unnið frá því að sögur hófust!
Notagildi þess er líka fjölbreytt. Nú á dögum er meira en helmingur alls gulls notað í skartgripi og um 25% fer í gullmynt og gullstangir, en það gegnir líka mikilvægu hlutverki í iðnaði. Tækniiðnaður hefur mikil áhrif á eftirspurn eftir gulli og fleiri eðalmálmum, og það er notað í margar vörur, allt frá snjallsímum til rafmagnsbíla.
En á okkar stafrænu tímum þegar ótal leiðir bjóðast til að fjárfesta peninga, hvernig stendur á að gull er enn mikilvægur grunnur í eignasafni klókra fjárfesta?
Hvers vegna að fjárfesta í gulli?
Þótt hver og einn hafi sínar eigin ástæður fyrir því að fjárfesta í gulli, líta flestir á gullfjárfestingu sem leið til að varðveita og vernda auðlegð sína.
Ef litið er á varðveislu auðlegðar, þá hefðu kr. 30.000 nægt til að kaupa eina únsu (31,1 g) af gulli undir lok ársins 2003. Hefðir þú keypt eina únsu gulls og geymt kr. 30.000 í reiðufé, væri gullið nú orðið um 920% verðmætara. Hins vegar hefði verðgildi reiðufjárins ekki aukist, og vegna verðbólgu hefði það raunar rýrnað.
Á svipaðan hátt kjósa margir gull til að verja afganginn af eignasafni sínu fyrir áhættu og auka fjölbreytni eignasafnsins. Afar fáir myndu velja að fjárfesta allt sitt fé í gulli, því alltaf er ráðlegt að í eignasafninu sé jafnvægi á milli ólíkra fjárfestingarkosta. Margir fjárfestar kjósa gull einmitt af þessari ástæðu, til að dreifa fjárfestingunni á ólík svið. Sagt er að þetta sé vegna þess að gullverð er venjulega í neikvæðum tengslum við hlutabréfamarkaði. Gull hækkar þegar aðrir markaðir eru á niðurleið. Ástæðan er að hluta til sú að frá fornu fari er litið á gull sem „örugga höfn“ fyrir fjárfestingar. Þegar aðrir markaðir falla, réttir gullverðið úr kútnum. Þegar ólga er á mörkuðum og hlutabréf snarfalla í verði, er að að nokkru leyti vegna þess að fjárfestar snúa frá áhættusamari eignum og halla sér að öruggri höfn gullsins.
Loks velja sumir fjárfestar gull vegna mögulegrar arðsemi þess, einkum til lengri tíma. Svo það sé orðað á einfaldan hátt: Ef þú kaupir það og heldur því þar til verðið hækkar, geturðu selt það – vonandi með hagnaði.
Hvernig get ég fjárfest í gulli?
Það eru fjölmargar leiðir til að bæta gulli og öðrum eðalmálmum við eignasafn sitt. Lengi vel var gull einungis fáanlegt í formi myntar, gullstanga og skartgripa, en tilkoma stafrænna markaðsgátta hefur opnað auðveldari aðgang að eðalmálmamörkuðum.
Gullmynt fæst í mörgum stærðum og gerðum. Hjá viðurkenndum eðalmálmasölum eins og Gullmarkaðinum geta einstaklingar keypt myntir, ýmist í stykkjatali eða jafnvel í rúllum sem innihalda margar myntir. Þar sem margar stærðir eru í boði, lækka ýmsar af smærri myntunum aðgangsþröskuldinn, því þær eru eðlilega ódýrari en þær stærri Gullstangir standa fjárfestum einnig til boða. Þótt hægt sé að fá stórar gullstangir eins og þær sem þekktar eru úr kvikmyndum og fjölmiðlum, er kostnaðurinn við það mörgum ofviða. En ef þú kýst frekar gullstangir en myntir, eru þær líka fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, minnstu gerðirnar, 1 g og 5 g stangir, fást á hagstæðu verði sem hentar jafnvel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjárfestingum.
Gallinn við efnislegar myntir og stangir, samanborið við óáþreifanlegri fjárfestingar eins og hlutabréf, er að það þarf að geyma þær einhvers staðar þar sem þær eru óhultar fyrir þjófnaði eða skemmdum. Sumir kjósa að geyma gullið í öryggisskáp heima hjá sér, en aðrir velja að koma því í vörslu (t.d. í öryggishvelfingu). Það þarf vitaskuld að greiða geymslukostnað ef því er komið í geymslu hjá öðrum. Það gæti þó reynst ódýrara en að festa kaup á öryggisskáp og tryggingum heima fyrir, en þetta ræðst allt af kringumstæðum og smekk hvers og eins
Gulltryggt stafrænt gull
Ef þú hefur hug á að fjárfesta í gulli en hefur ekki áhuga á að eignast gullið sjálft, gefst þér kostur á að fjárfesta í ETC (exchange traded commodities) gulleiningum. Þessari leið í gullfjárfestingu svipar til fjárfestingar í hlutabréfum, þar sem þú eignast hlutdeild í „gullsjóði“. Þótt Gullmarkaðurinn bjóði ekki upp á ETC, gætu nýliðar í eðalmálmaeign kosið að fjárfesta frekar í með þessum hætti. Þá átt þú ekki gull heldur hlutdeildarskírteini í sjóði sem fjárfestir í gulli.
Verðlagning gulls
Þegar fjárfest er í gulli í hvaða formi sem er, er verðlagningin svipuð, þ.e. verðið sem greiða þarf er byggt á „premíu“ vörunnar. Það er prósentan sem krafist er umfram gullverðið, þ.e. verð málmsins sem varan inniheldur. Vegna magnhagræðis kostar jafnan heldur meira að framleiða, pakka og dreifa smærri vörum. Þess vegna er premían á smærri vörunum yfirleitt hærri. Sem sagt, þótt 1 g gullstöng sé ódýrari en 100 g gullstöng (vegna þess að miklu munar á gullmagninu), verður prósentan sem leggst á minni stöngina, umfram verðið á sjálfu gullinu sem hún inniheldur, heldur hærri. Það væri með öðrum orðum ódýrara að kaupa eina 100 g gullstöng en hundrað 1 g gullstangir. Þótt gullmagnið sé það sama, er dýrara að framleiða 100 litlar stangir og seljandinn tekur því hærri premíu af þeim þegar hann selur.
Á svipaðan hátt bera reglubundinn gullkaup frá helsta samstarfsaðila Gullmarkaðarins, hinu margverðlaunaða þýska gullsparnaðarfyrirtæki Auvesta Edelmetalwerk AG, lægri premíu þar sem kostnaður söluaðilans er minni.
Að selja gull
Hvort sem um er að ræða myntir eða stangir, getur vitaskuld komið að því að þú viljir selja þær til að losa um lausafé. Einn af kostum gullsins er sá að hvar sem þú ert staddur í heiminum og hvaða gullvarning sem þú átt, þá er markaður fyrir gullið. Gull er ein af fáum vörum sem er viðurkennd og verðlögð um allan heim í bókstaflegum skilningi, og því er hægt að selja það hvar sem er. Sala á gullgripum fer venjulega fram þannig að kaupmaðurinn vegur gripinn, staðfestir að hann sé ósvikinn og býður verð sem er hlutfall af verði gullmagnsins sem um er að ræða. Það er misjafnt milli kaupmanna hversu hátt hlutfallið er (þar getur munað miklu), og það er því mikilvægt að leita verðtilboða á fleiri en einum stað til að tryggja sem hagstæðast verð.
AUVESTA getur kaupir allt gull og aðra eðalmálma sem þá átt í geymslu í gegnum fyrirtækið og þú getur selt það aftur hvenær sem er af gullreikningi þínum. Verðmætið er þá lagt inn á bankareikning þinn innan fárra daga.