3. Á besta aldri - með gulli

3.  Á besta aldri -  með gulli 

Eldri hjón ganga á ströndinni við sólsetur.

Íslenska lífeyriskerfið er talið með því besta í Evrópu, ásamt Danmörku og Hollandi. 


Lífeyriskerfið skiptist í 3jú þrep – Almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarkslífeyri og er nokkurs konar öryggisnet. Skyldusparnaður í lífeyrissjóðum, sem er lögbundin að lágmarki 15,5% af launatekjum. 4% er greitt af launþega og mótframframlag frá atvinnurekanda 11,5% af launum. Séreignasparnaður sem almennt er kallaður viðbótarlífeyrissparnaður er þriðja þrepið og er frjálst fyrir launþega að taka þátt í því. Geri þeir það þá er lágmarksframleg 2% af launum en má fara í 4% og atvinnurekanda er þá skylt að greiða 2% mótframlag. Það geta því farið 21,5% af launum í þrepin 2. Það er auðvitað mjög hátt hlutfall en tryggir þeim sem hafa verið á vinnumarkaði í 40 ár nálægt 100% af meðallaunum sínum á starfsævinni fyrstu 10 árin eftir að starfslokum lýkur, miðað við að þau hefjist við 67 ára aldurinn. 


Því miður á þetta ekki við alla vegna þess að lífeyriskerfið á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum 15 árum. Þessi glæsta framtíð á ekki við um þá sem eru að komast á eftirlaun á næstu 10 árunum. Þeir geta ekki búist við sömu kjörum og börn þeirra horfa fram á. 


Það vinnur enginn þjóð í heiminum lengur en Íslendingar, karlar til 69 ára aldur að meðaltali og konur til 68 ára aldurs. Þetta er smátt og smátt að breytast. Margir hafa áttað sig á því að það er til annað líf en bara vinna. 

Snemmtaka lífeyris

Íslendingar hafa í mun minna mæli en til dæmis Danir, hafið töku lífeyris snemma, eða fyrir 67 ára aldurinn sem er almennur lífeyrisaldur á Íslandi, þó eins og kom fram að framan að karlar og konur vinni að meðaltali lengur. Þetta er þó smátt og smátt að breytast. 


Reglan við snemmtöku lífeyris úr lífeyrissjóðum er sú að það á enginn að vera betur settur og það á enginn að vera verr settur hafi hann töku lífeyris fyrir almennan lífeyrisaldur. 


Þetta þýðir að miðað við að viðkomandi lífi til 85 aldurs (sem er sá aldur sem að meðaltali 65 ára gamall maður getur reiknað með að lifa til, skv. lífslíkatöflum). Þá fengi hann greidda sömu upphæð úr lífeyrissjóði sínum. Haldi hann áfram að greiða í lífeyrissjóð þrátt fyrir snemmtöku getur hann árlega óskað eftir endurútreikningi á lífeyrissgreiðslum til sín, sem mundi þá hækka greiðsluna. 

Það er auðvitað freistandi að hefja snemmtöku lífeyris, sérstaklega þegar vaxtastig er hátt og viðkomandi er með skuldir sem hann vildi greiða hraðar niður til að lækka  greiðslubyrði til framtíðar og jafnvel vera skuldlaus þegar 67 eða 70 ára aldrinum er náð. 



Þetta er því miður ekki alveg svona einfalt. Vegna þess að það fyrsta sem gerist þegar hætt er að vinna og viðkomandi er kominn á eftirlaun er það að það sem hann hefur nú til að lifa á eru þær ráðstafanir sem hann gerði á meðan hann var starfandi; réttinda-og eignamyndum í lífeyrissjóðum, fjárfestingar og annar sparnaður, önnur eignamyndum t.d. í fasteign osfrv.  Hér skiptir auðvitað líka máli hversu mikið fjárhagslegt öryggi veita þessar eignir og réttindi. Get ég látið drauma mína rætast um að ferðast um heiminn, spila golf, stunda hestamennsku, eða sitja bara heima við lestur góðra bóka og horfa á sjónvarp. 


Þegar hugað er að snemmtöku lífeyris þarf að skoða marga þætti:

Langlífi – er langlífi í ættinni og heilsa mín góð, þannig að líkur sé á að ég lifi mun lengur en til 85 ára ef svo er er kannski ekki besta ráðið að fara í snemmtöku.


Heilsan ekki upp á marga fiska, kannski getur verið ástæða til að fara í snemmtöku og njóta lífsins þau ár sem þú átt eftir ólifuð

Skattar. Við snemmtöku. Hækka skattagreiðslur og þeir peningar sem þú færð frá lífeyrissjóði geta hækkað þig um skattflokk á hluta lífeyrisgreiðslna. Þannig að raunverulega ertu að fá í heildina greitt minna heldur en ef þú hefðir ekki hafið snemmtöku. 


Almannatryggingar, ef það er líklegt að þú fáir greitt frá Tryggingastofnun vegna þess að lífeyrisréttindi þín eru ekki meiri en svo að það komi til greiðslu lágmarkslífeyris þá mundi sú greiðsla vera hærri ef þú hefur snemmtöku og þá færð þau í raun meira greitt úr þrepi 1 og 2 en annars hefði verið. 

Öryggi fjármuna

Gull hefur verið talin örugg höfn þegar víðsjárverðir tímar eru í heiminum. Það hefur haldið verðgildi sínu í yfir 2000 ár eins og þú hefur séð fyrst þú ert kominn þetta langt í Gullakademíunni. Þegar aðrar eignir lækka í verði þá hefur gull tilhneigingu til að hækka.

 

Þegar á eftirlaunaaldur er komið eða þegar verið er að setja saman eignasafn fyrir efri ár, þá á gull svo sannarlega að vera hluti af eignasafninu Samkvæmt „ The World Gold Council“ Alþjóða Gullráðinu þá ætti fjölbreytt eignasafn að innihalda allt að 10% af gulli. Það er öryggið sem veitir eignasafninu jafnvægi. Það sakar ekki að gull hefur skilað býsna góðri ávöxtun undanfarinn 20 ár enda gull hækkað um yfir 900% á þeim tíma í íslenskum krónum. 


Í gegnum Auvesta stendur til boða fyrir þá sem eru að komast „Á besta aldur“ að leggja mánaðarlega fyrir ákveðna upphæð til að mynda þessa gulleign sem gott er að hafa í eignasafninu, það má leggja fyrir frá eur 300 á mánuði og auðvitað hvaða upphæð umfram það hvenær sem er. 


Það getur verið góð blanda með snemmtöku lífeyris að mynda fjölbreytt eignasafn þar sem gull er haft með og að lækka skuldir á háum vöxtum ef þær eru til staðar til að lækka greiðslubyrði framtíðar. 

Share by: