4. Gull-ETC

4. Gull-ETC

Hópur munka gengur við hlið fíls.

ETC (Exchange Traded Commodity) er þekkt hugtak í verðbréfaviðskiptum, en hvað er ETC og hvað gerir það að einstakri leið til að fjárfesta í gulli?


Þegar hér er komið sögu ættir þú að vera farin(n) að kannast úrvalið af gull-, silfur- og platínumyntum og -stöngum sem Auvesta og Gullmarkaðurinn býður upp á. Það má líta á bullion-myntir og -stangir sem hefðbundnu leiðina til að fjárfesta í eðalmálmum, enda er þar um að ræða efnislega, áþreifanleg eign sem hægt er að handleika. 


Enn einn fjárfestingarkostur í eðalmálmum sem Gullmarkaðurinn býður ekki upp á, sem þú ert kannski ekki eins kunnug(ur), eru ETC-bréf. Þar sem ETC-bréf eru e.t.v. minna umtöluð en aðrir fjárfestingarkostir, er í þessum kafla fjallað um hvað ETC er.

Hvað er ETC?

ETC stendur fyrir exchange traded commodity (,vara sem höndlað er með í kauphöllumʻ, ,kauphallarvaraʻ), sem á skylt við bæði ETF (exchange traded fund) og ETN (exchange traded note). Þetta kann að þykja ofgnótt af skammstöfunum, en í einfaldasta skilningi má líta á ETC sem leið til að fjárfesta í hlut í vöru – á svipaðan hátt og fjárfest er í hlutum í fyrirtæki. Eins og nafnið bendir til er þarna um að ræða vöru sem er keypt og seld á verðbréfamarkaði eða í kauphöllum (exchange). Og þar sem þetta er vara, breytist verðið á ETC-bréfum með markaðsverði viðkomandi vöru. 


Margt fólk kýs ETC-bréf þar sem þau eru auðveld leið til að fjárfesta í alls konar (hrá)vörum eins og eðalmálmum, landbúnaðarafurðum og jafnvel gasi og olíu. Þau opna einstökum fjárfestum auðvelda leið inn á alþjóðlega markaði með þessar vörur og gefa þeim um leið kost á að dreifa fjárfestingum sínum á önnur svið. Eins og áður hefur verið rætt um, er dreifing/fjölbreytni fjárfestinga afar mikilvæg ef þú ætlar að byggja upp eignasafn sem í jafnvægi, vel stýrt og gefur vel af sér.


Eins og áður var nefnt, virka ETC-bréf á svipaðan hátt og hlutabréf, enda eru þau keypt og seld á hlutabréfamarkaði. ETC eru skráð á hlutabréfamarkaði þar sem þau ganga kaupum og sölum daginn langan, alveg eins og hlutabréf. Skattalega meðferðin er einnig sú sama.


Verðgildi ETC á tilteknu augnabliki byggist á verðþróun viðkomandi vöru. Þrátt fyrir það á það við um flest ETC sem fáanleg eru á markaði, að verðgildi þeirra er reiknað með tengingu við markaðina í gegnum afleiður. Afleiða er í einfaldasta skilningi samningur milli tveggja eða fleiri aðila og verðið ræðst  af sveiflum á verðgildi eignarinnar sem að baki liggur. 


Hvað kostnað varðar, ber ETC venjulega umsýslugjald vegna skipulags- og stjórnunarkostnaðar, en það er jafnan tiltölulega lágt, einkum í samanburði við sambærileg verðbréf. Engu að síður er tekið viðskiptagjald af hverjum kaupum og sölu sem þú framkvæmir. Þetta er einnig svipað og á við um hlutabréf. 


Fjárfesting í vörum getur auðvitað verið sveiflukennd, þar kemur til óstöðugleiki vegna eðlis viðkomandi vöru. Verð á hrávöru er mjög háð framboði og eftirspurn en þar getur fleira komið til eins og veður, náttúruhamfarir, pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki, og auðvitað heimsfaraldrar. Við getum tekið verð á hveiti sem dæmi. Eins og nærri má geta er náttúruleg vara eins og hveiti háð bæði veðri og náttúruhamförum. Olía er önnur hrávara, og meðan á covid-faraldrinum stóð notaði fólk minni olíu en ella og það hafði áhrif til lækkunar olíuverðs.

ETC

Víkjum þá aftur að ETC sem hefur gull að bakhjarli. 


Þótt þetta gefi þér kost á að kaupa gull án þess að varðveita og geyma mynt eða stangir sjálfu(ur), liggja raunar efnislegar gullstangir að baki.


Loks er þess að geta að fjárfesting í ETC gefur almennum og stofnanafjárfestum eins og lífeyrissjóðum kost á að eignast gull án aukakostnaðar vegna öryggis og geymslu, en auðvitað eru teknar þóknanir fyrir stýringu og þess háttar. 

Share by: