5. Inngangur að fjárfestingu í platínu

Fullt af silfurstöngum staflað hver ofan á annan

Þegar hugað er að fjárfestingu í eðalmálmum fellur platína auðveldlega í skuggann af þekktari málmum eins og gulli og silfri. Eins og gull, gegnir platína mikilvægu hlutverki bæði í iðnaði og sem eðalmálmur, þótt eftirspurnin eftir þessum málmum sé mjög ólík. Hvað gull varðar, eru um 75% heimsframleiðslunnar notuð í mynt, gullstangir og skartgripi árlega. Þegar kemur að platínu enda hins vegar um 65% heimsframleiðslunnar í iðnaði eða bílaframleiðslu. Af þessum sökum ræðst verð á platínu að miklu leyti af eftirspurn frá iðnaði.


Platína er líka afar torfengin. Eins og nærri má geta er gullvinnsla úr jörðu oft afar tímafrekt ferli – en þó er vinnsla platínu miklum mun erfiðari. Það er vegna þess að platína er meðal sjaldgæfustu málma á jörðu og hún er raunar um 30 sinnum fágætari en gull. Gull hefur fundist í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu, en samkvæmt Alþjóða platínuráðinu (World Platinum Council) eru einungis fjögur lönd í heiminum þar sem platínuvinnsla er stunduð af einhverju ráði. Af þessum löndum býr Suður-Afríka yfir mestum platínuforða, en þar er að finna um 80% af platínuforða heimsins. Þetta fágæti þýðir að ef allri þeirri platínu sem nokkurn tímann hefur verið unnin úr jörðu yrði komið fyrir í ólympískri keppnissundlaug, myndi hún aðeins ná manni í ökkla. Til samanburðar telja margir að allt gull sem nokkru sinni hefur verið unnið myndi fylla þrjár slíkar laugar.

Fjölbreytt notagildi platínu

Platína er notuð á margvíslegan hátt í iðnaði, sem veldur því að þótt hún sé sjaldgæf, er eftirspurnin mikil í ákveðnum greinum iðnaðar. Bílaiðnaðurinn treystir mjög á platínu við framleiðslu á hvarfakútum fyrir pústkerfi. Það er vegna þess að platínan er notuð til að fjarlægja hættuleg efni úr útblæstri bíla og gera þá þannig umhverfisvænni. Platína er einnig notuð í margvísleg rafeindatæki, lækningatæki og í líftækni, þar á meðal í skurðlækningatæki, og hún er meira að segja notuð sem þáttur í meðferð við ákveðnum krabbameinum. Vegna fjölbreyttrar notkunar málmsins hefur eftirspurn eftir honum frá iðnaði næstum fjórfaldast síðan 1980. En hvaða áhrif hefur þetta á stöðu platínu sem fjárfestingarkosts?

Platína sem fjárfesting

Þar eð notagildi platínu í iðnaði er svo fjölbreytt, er verð á platínu sagt ráðast fyrst og fremst af eftirspurn frá iðnaði. En þegar litið er til langs tíma þróast verð á platínu á svipaðan hátt og verð á gulli (þess eðalmálms sem mest viðskipti eru með) og kopar (þess iðnaðarmálms sem mest viðskipti eru með).


Verð á platínu getur þó verið sveiflukennt, sérstaklega þegar litið er til skamms tíma, og margir markaðssérfræðingar telja að verðgildi platínu sé vanmetið um þessar mundir. Að hluta til vegna áhrifa covid-heimsfaraldursins á fjármálamarkaði, náði gullverð í fyrsta sinn $2.000 á hverja troyes-únsu í lok júlímánaðar 2020. Með þessari miklu verðhækkun var gull sagt hafa náð hæsta verði allra tíma. Til samanburðar náði platína $2000 markinu þegar í maí 2008 og komst aftur nærri því 2011. Verð á platínu er þó allt annað í dag. Meðan gullverð var enn rétt yfir $2.050 í byrjun febrúar 2024, var platínuverð næstum helmingi lægra, rétt undir $900. Verðið hefur sveiflast mjög mikið undanfarin ár. Margir bentu á misræmi milli verðs á platínu og palladíni, en notkun þessara tveggja málma í iðnaði er að nokkru tengd. Verð á palladín hefur líka fallið mjög mikið undanfarin ár. Bjartsýni um aukna iðnaðareftirspurn í tengslum við strangari kröfur um útblástur á komandi árum bendir til þess að platínu-og palladíumverð muni hækka. Hafa þarf í huga að fjárfesting í þessum málmum er mun áhættumeiri en í gulli en gæti hugsanlega á ákveðnum tímabilum verið gott tækifæri fyrir þá sem eru reiðubúnir að taka þessa áhættu.

Platína og virðisaukaskattur

Svipað silfri, en ólíkt gulli, eru kaup á platínu í hvaða formi sem er virðisaukaskattskyld um mest alla Evrópu en skatthlutfallið er nú 24% á Íslandi. Þótt þetta kunni að fæla einhverja frá fjárfestingu, er á það að líta að sökum þess að verðið á platínu sveiflast mikið gætu verðhækkanir hæglega unnið upp þennan 24% skatt. Svo dæmi sé tekið hækkaði platínuverð á tímabilinu frá mars 2020 til febrúar 2021 næstum 76%. Platínuverð getur breyst umtalsvert, jafnvel á skemmra tímabili. Í nóvember 2020 til febrúar 2021 hafði það náð 37% hækkun.


Virðisaukaskattur á eðalmálmum hjá Auvesta Edelmettal AG leggst aðeins á þegar v.v. lætur senda til sín málmana til Íslands eða sækir sjálfur í þá öryggishvelfingu sem hann valdi (nema þá af gulli).

Hvernig get ég fjárfest í platínu?

Eins og á við um aðra eðalmálma, eru margar leiðir til að fjárfesta í platínu og margir kostir í boði, viljir þú nýta þennan eðalmálm til að auka fjölbreytni eignasafns þíns. Margir þeirra sem eru nýgræðingar í eðalmálmafjárfestingum kjósa þægindin sem bjóðast með sparnaði í gegnum Auvesta Edelmettal AG, sem býður upp á bæði gull, silfur og platínu. Þessa þjónustu færðu með milligöngu Gullmarkaðarins og getur fjármagnað fjárfestingarreikning með beingreiðslusamningi eða bankamillifærslu. Þannig öðlast þú tækifæri til að kaupa og selja gull, silfur og platínu á markaðsverði hvers tíma. Einn helsti kostur Auvesta Edelmettal AG er hagræðið af geymslu og tryggingum, en ef þú færð málmana afhenta þá mundu að þú þarft að greiða virðisaukaskatt. Þeir eru tryggilega geymdir af Auvesta Edelmettal AG. Þar að auki ertu að kaupa eðalmálma eftir verðgildi en ekki vigt. Það þýðir að unnt er að byrja að fjárfesta í platínu með hóflegum upphæðum, allt niður í EUR 50 á mánuði.


Þótt þessi valkostur höfði til margra, kjósa sumir fjárfestar að fá eðalmálma sína afhenta og geyma þá heima eða á öðrum geymslustað að eigin vali. Platína er fáanleg bæði sem mynt og í stöngum og hana er þá hægt að kaupa beint af vefverslun Gullmarkaðarins. Margar af vinsælum myntseríum eru fáanlegar í platínu. Flestar platínumyntir eru einungis fáanlegar sem 1 únsa, en stangir fást í stærðum frá 1 únsu upp í 1 kg, sem er aðgengileg leið til að kaupa meira magn.