Margt fólk byrjar fjárfestingavegferð sína á því að velja reglubundinn sparnað í eðalmálmum. Lítum nú á hvað gerir þetta fjárfestingaform svona vinsælt.
Ef þú hefur hug á að fjárfesta í eðalmálmum en ert í vafa hvar þú átt að byrja, gæti fjárfesting í gegnum Auvesta Edelmettal AG í eðalmálmum, sem hóf að bjóða almenningi þessa leið árið 2009, verið heppilegt fyrsta skref í fjárfestingavegferðinni.
Fyrirkomulagið með reglubundnum sparnaði í eðalmálmum er býsna einfalt. Í öruggu skjóli öryggishvelfingar Auvesta Edelmettal AG sem rekin er af alþjóðafyrirtækjunum BRINKS og LOOMIS um allan heim, eru geymdar margar stórar gull-, silfur- og platínustangir sem hver um sig er í eigu fjölmargra fjárfesta. Hvenær sem er geta þessir fjárfestar, í gegnum vefaðgang, keypt eða selt stóra eða smáa hluti af eignarhluta sínum eða eins og boðið er upp á Íslandi, að kaupa mánaðarlega í gegnum beingreiðslusamning. Við hver slík viðskipti er stærri eða minni hluti af stönginni seldur eða boðinn öðrum til kaups. Þetta sameiginlega eignarhald á stórri stöng þýðir að heildarkostnaðurinn er lægri, því í stað þess að greiða fyrir kostnaðinn við að breyta eðalmálminum í mynt eða smærri stangir getur þú eignast hlutdeild í stærri stöng. Og það er vert og reyndar mikilvægt að taka fram að þegar einhver kaupir hlut í málminum eru þau kaup í nafni kaupandans og hann á málminn sem hann kaupir. Þegar kaupandi vill fá málminn afhentan getur hann auðvitað ekki fengið hlut af stönginni heldur fær hann afhent sömu gramma tölu og hann á afrúnnað að næsta grammi af eðalmálminum sem hann á. T.d. ef kaupandi á 111 gr af gulli og vill fá það afhent eða sent til sín í staðinn fyrir að selja það í gegnum reikning sinn til Auvesta þá mundi hann fá afhent 100 gr gullstöng, 10x1 gr samsetta stöng og 1 gr gullstöng. Allt gull sem viðkomandi fær afhent er frá viðurkenndum LBMA (London Bullion Market Association) framleiðenda, sem tryggir öryggi, hreinleika, gæði og uppruna.
Í þessum kafla verða skoðaðir aðrir þættir sem þú þarft að huga að þegar þú gerir upp við þig hvort fjárfesting í gegnum Auvesta í eðalmálmum sé eitthvað sem hentar þér.
Þó að kaupin séu gerð með þessum hætti breytir engu varðandi virðisaukaskatt. Ef þú lætur senda þér gullið til Íslands eða sækir það er greiddur VSK við landamæri Íslands af kaupum á gulli, það sama á við um kaup á silfri og platínu eru virðisaukaskattskyld en í þeim tivikum greiðir þú virðisaukaskatt við móttöku í viðkomandi landi. En þar sem eðalmálmarnir eru í öryggri og vátryggðri vörslu, þarf líka að greiða geymslu- og vátryggingargjald og af þessu gjaldi er greiddur virðisaukaskattur, hver sem málmurinn er. Þegar upp er staðið er skattlagning viðskipta með alveg sama hætti utan þess að viðskipti sem þú framkvæmir innan þíns reiknings s.s. sala á gulli og kaup á silfri bera ekki virðisaukaskatt. Virðisaukaskattur á silfri, platínu og palladíum er aðeins innheimtur þegar þú tekur við málminum, hvort sem þú færð hann sendan til þín eða sækir sjálfur.
Það sama á við um fjármagnstekjuskatt og áður hefur verið sagt.
Einn helsti munurinn á eðalmálmum frá Auvesta annars vegar og hins vegar mynt og stöngum snýr að kostnaðinum. Þegar eðalmálmsmynt eða stöng er framleidd, fylgir því eðlilega hönnunar- og framleiðslukostnaður og þar við bætist svo pökkun og dreifing. Þegar um er að ræða stóra stöng eðalmálma er engum slíkum kostnaði til að dreifa. Málmurinn er hluti af einstakri stórri málmstöng sem er geymd í öryggishvelfingu. Ef fjárfestir ákveður t.d. að kaupa gull fyrir 1.000 evrur, þá er premían sem viðskiptavinurinn borgar oftast lægri en hefði hann keypt eðalmálma í gegnum vefverslun Gullmarkaðarins að teknu tilliti til afsláttakjara sem ráðast af hvaða sparnaðarplan kaupandi ákvað í upphafi . Hægt er að vera með reglubundinn sparnað í gulli frá eur 50 á mánuði í þeim tilvikum er ekki um neinn afslátt að ræða en t.d. með eur 400 kaupum á mánuði er 6% afsláttur.
Nú höfum við farið yfir premíu og kostnað ásamt áhrifum virðisaukaskatts og fjármagnstekjuskatts. En eins og minnst hefur verið á, getur þú fengið eðalmálmana afhenta, senda til þín eða selur í gegnum eðalmálmareikning þinn hjá Auvesta. Efnislega gullið, silfrið eða platínan er þarna á sínum stað, í þínu nafni og geymt tryggilega. Sumum fjárfestum er það mjög mikilvægt að handleika sjálfan hlutinn. Þótt þú hafi ekki í hyggju að taka málminn með þér en kýst að kaupa mynt eða stöng, þá getur þú ákveðið hvenær sem er að fá það afhent eða sent til þín. Ef þú sækir það sjálfur verður að muna að þegar þú kemur til Íslands að tilkynna tollyfirvöldum um verðmæti málmanna sem þú ert með og greiða virðisaukaskatt.