5. Gull í samanburði við hlutabréf

5. Gull í samanburði við hlutabréf

Stafli af gullpeningum situr ofan á lyklaborði fartölvu.

Það eru margar leiðir til að fjárfesta og byggja upp eignasafn í jafnvægi. Þessi kafli hjálpar þér að ákveða hvort þú átt að byrja á eðalmálmum, hlutabréfum eða samsetningu á þessu tvennu.

Hvað eru hlutabréf?

Þegar talað er um hlutabréf er átt við leið fyrir einstakling til að fjárfesta í fyrirtæki.  Hlutabréf er einfaldlega eining í fyrirtæki sem hefur verið skipt upp í margar einingar sem þú getur keypt. Til dæmis, ef fyrirtæki er metið á milljón króna og hlutabréfin eru ein milljón að tölu, þá er hvert hlutabréf einnar krónu virði. Ef þú ákveður að fjárfesta í hlutabréfum, þá kaupir þú þau ekki beint af fyrirtækinu. Þess í stað kaupir þú hlutabréfin í gegnum hlutabréfamiðlara á hlutabréfamarkaði (kauphöll). Athuga ber að þegar þú kaupir hlutabréf þá ert þú að kaupa þau af einhverjum sem þegar er hluthafi og vill selja. Sama gildir þegar þú ákveður að selja hlutabréfin þín, þá selur þú þau ekki aftur til fyrirtækisins heldur til annars fjárfestis sem vill kaupa hlutabréf í viðkomandi fyrirtæki.

Hvernig eru þau í samanburði við gull?

Ef við berum þetta saman við gull, þá eru margar leiðir til að byrja að fjárfesta í gula málminum. Hreint bullion-gull gefur þér kost á að kaupa gullstangir eða mynt og annað hvort geyma þær sjálfur eða koma þeim í örugga vörslu. Þetta er mjög ólíkt því að eiga hlutabréf, því þegar þú kaupir efnislegt gull geturðu einungis valið um að kaupa heilar gullstangir eða mynt.


 Hér geta gullkaup í gegnum Auvesta, boðið stóraukinn sveigjanleika umfram stangir og mynt gull. Á svipaðan hátt og þegar þú fjárfestir í hlutabréfum fyrirtækis, þá ert þú með Auvesta að fjárfesta í hlut í gullstöng sem er tryggilega geymd og vátryggð. Þar sem þú ert að kaupa hlut í stönginni, munu aðrir fjárfestar eiga aðra hluti sömu gullstöng sem hefur verið skipt upp með rafrænum hætti til að gera þetta mögulegt. Annað sem einkennir Auvesta er að þú getur fjárfest fyrir tiltekna upphæð í stað þess að kaupa ákveðið magn. Hver hlutur í gullstönginni er 0,001 troyes-únsa (0,031 g), svo fjárfestar kaupa margfeldi af því, og byrjunarupphæðin þarf ekki að vera nema eur 50 á mánuði.


Þegar þú óskar eftir að selja fjárfestinguna að hluta eða heild, er hún seld beint aftur til Auvesta. Og ólíkt því sem gerist með hlutabréf, getur þú keypt og selt hvenær sem er sólarhringsins, alla daga vikunnar. Þegar þú biður um kaup eða sölu eru þér boðin viðskipti á verði dagsins á eðalmálmum. Viðskiptin ganga strax í gegn og þeim er bætt við eða dregin frá eðalmálmaeign þinni. Þegar um hlutabréf er að ræða ganga viðskipti sem óskað er eftir utan venjulegs opnunartíma ekki í gegn fyrr enn hlutabréfamarkaðurinn opnar aftur, venjulega að morgni næsta virka dags. Þess vegna er alltaf ákveðin óvissa um verðið sem boðið er, því markaðir geta risið og fallið frá því að þú sendir tilboð um kaup eða sölu og þangað til þau eru í raun lögð fram. Auk þessa getur þú fengið gull sent til þín eða að þú sækir það sjálfur. Þá færðu afhentar gullstangir. Sem dæmi ef þú átt 111gr af gulli fengir þú afhenta 1x100gr stöng og 10x1gr stangir í samsettum pakka og að auki 1gr stöng. Allt frá viðurkenndum LBMA framleiðendum sem tryggir hreinleika, gæði og uppruna.

Hvernig er ávöxtunin í samanburði?

Það á við um hlutabréf eins og aðrar fjárfestingar að verðgildi þeirra getur hækkað eða lækkað – hlutur þinn í fyrirtæki getur risið eða hnigið af ýmsum ástæðum. Það gæti verið vegna jákvæðra eða neikvæðra frétta af viðkomandi fyrirtæki eða einfaldlega vegna aðstæðna á markaðinum þar sem fyrirtækið starfar. Í upphafi covid-faraldursins hækkaði til dæmis verðgildi hlutabréfa í fyrirtækjum sem tengdust fjarvinnu, þar sem margt fólk var hvatt til að vinna heima. Á sama hátt lækkuðu hlutabréf fyrirtækja sem tengdust ferðalögum, t.d. flugfélaga. Þetta ræðst af markaðsaðstæðum og framboði og eftirspurn. Það sama á auðvitað við um gull. Þó er oft sagt að gullverð þróist gjarnan þveröfugt við hlutabréfamarkaðinn. Ástæðan er sú að á tímum ólgu á mörkuðum og í efnahagsmálum snýr fólk sér að gulli sem „öruggri höfn“ fyrir fjárfestingar. Sögulega séð hefur þetta verið raunin og í upphafi covid-faraldursins, þegar mörg hlutabréf féllu í verði, brá svo við að gullverð hækkaði umtalsvert.


Lítum nú á nokkrar tölur. Frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum t.d. FTSE100 er hlutabréfavísitala sem nær til þeirra 100 fyrirtækja sem mest viðskipti eru með í kauphöllinni í London. Á tímabilinu frá 12. febrúar til 7. ágúst 2020 féll FTSE100-vísitalan um meira en 1500 stig, að miklu leyti vegna markaðsólgu af völdum heimsfaraldursins. Vísitalan lækkaði úr 7534,37 í 6032,18 – sem er meira en 20% lækkun. Ef litið er á gullverð á sama tímabili, þá hækkaði það úr £1.566,75 í £2.061,50 – sem er hækkun um meira en 31%. 



Segja má að heimsfaraldurinn hafi verið öfgafullur atburður, en ef borin er saman verðþróunin á öllu árinu 2019, þá hækkaði hvort tveggja. En þótt FTSE-vísitalan hafi þá hækkað um 12,76%, sem telst afbragðsgott, varð hún eftirbátur gullverðsins, sem hækkaði um 18,12 á þessu sama tímabili.

Ætti ég að velja hlutabréf eða gull?

Bæði gull og hlutabréf eru kostir sem margir fjárfestar velja að bæta við eignasafn sitt, en þegar þessir tveir kostir eru bornir saman hefur hvor um sig sína kosti og galla.


Ein af ástæðunum fyrir því að margir kjósa að fjárfesta í gulli er það fjárhagslega öryggi sem það er talið veita, sérstaklega á krepputímum. Eins og fram hefur komið, þykir gull vera gagnlegt sem „örugg höfn“ á tímum pólitískrar, samfélagslegrar eða efnahagslegrar ólgu, meðan ýmis önnur verðmæti, svo sem hlutabréf, geta fallið í verði. Ef eignasafn þitt er ekki nægilega fjölbreytt og inniheldur einungis eina tegund fjárfestingar, er hætta á að allt eignasafnið verði fyrir áföllum. Þess vegna er talað um að fólk noti gull til að „baktryggja“ eignasafn sitt fyrir verðsveiflum og einangra það frá því sem er að gerast á almennum mörkuðum.


Venjulega er litið á gull sem langtímaeign eða auðlegðargeymslu, því það hefur löngum haldið verðgildi sínu og skilað ávöxtun til lengri tíma. Þetta er mikilvægt atriði, því þótt sum hlutabréf séu í eigu sömu einstaklinga í langan tíma, nota margir hlutabréf til að ná hagnaði til skamms tíma.


Loks er þess að geta að þótt sumar fjárfestingaþjónustur hafi gert fjárfestingu í hlutabréfum auðveldari en hún var áður, má segja að það sé ekki vandalaust fyrir nýja fjárfesta að átta sig á hlutabréfum. Það getur reynst erfitt og flókið fyrir byrjendur að velja hlutabréf til að fjárfesta í, sem hækkar þröskuldinn inn á þann markað. Áður fyrr var hægt að nálgast eðalmálma hjá skartgripasölum eða eðalmálmakaupmönnum þó það sé nú takmarkað á Íslandi. Þótt sá möguleiki sé enn fyrir hendi, eru nú kominn traust fyrirtæki eins og Auvesta Edelmettal sem er leiðandi fyrirtæki á stærsta gullmarkaði Evrópu, sem er Þýskaland, sem bjóða fjárfestingaþjónustu í eðalmálmum sem gerir nýliðum miklu auðveldara um vik. Til dæmis með reglubundnum sparnaði Auvesta, sem gefur fjárfestum kost á að fjárfesta í í eðalmálmum hvenær sem er. Í netaðgangi þínum getur þú skoðað samsetningu eignasafns þíns og reyndar sett það saman sjálfur milli hinu ýmsu eðalmálma og keypt eða selt hvenær sem er.



Þegar valið stendur um gull og hlutabréf, myndu margir segja að þar sé ekkert svar rétt eða rangt. Niðurstaðan ræðst ekki síst af afstöðu þinni til áhættu og hagnaðarvonar, auk þátta sem tengjast því hvort fjárfest er til skamms eða langs tíma. Eins og komið hefur fram hér að framan, er eitt mikilvægasta álitamál hvers fjárfestis að huga að því að eignasafnið sé fjölbreytt. Ef fjárfestingum er dreift yfir ólíka eignaflokka, getur það dregið úr áhættunni og aukið líkur á góðri ávöxtun.

Share by: