Hvort sem þú geymir myntir og stangir hjá vörsluaðila eða hefur þær heima hjá þér, verður þú að tryggja að eðalmálmurinn sé vel varinn fyrir þjófnaði og skemmdum.
Í aðalatriðum eru tveir kostir til að geyma eðalmálmana þína. Þú getur annað hvort fengið þá afhenta og séð um þá sjálf(ur), eða þú getur falið atvinnumönnum að geyma þá fyrir þig.
Mörgum er illa við að geyma gull heima hjá sér ef kæmi til þjófnaðar eða skemmda. En ef þú ert staðráðinn í að geyma eðalmálminn heima, þarft þú að huga að eftirfarandi atriðum:
Í fyrsta lagi verðurðu að ganga úr skugga um að þú hafir einhvern stað til koma skápnum fyrir, þar sem hann er í læstu rými og ekki í sjónmáli. Helst ætti það að vera staður þar sem hægt er að festa skápinn við gólfið svo hann sé ekki frístandandi.
Ef þú ert að hugsa um að kaupa öryggisskáp, þarftu líka að tryggja að öryggismerking hans sé í samræmi við verðmæti þess sem á að geyma í honum. Almennt er öryggisskápum gefið svonefnt trygginga- eða peningagildi (cash rating). Peningagildið segir til um hversu háa peningaupphæð tryggingafélög eru tilbúin að bæta, miðað við að reiðufé sé geymt í viðkomandi skáp. Þá upphæð þarf venjulega að tífalda ef um er að ræða skartgripi, eðalmálma eða álíka verðmæti. Peningagildi skápsins er því líka mjög góð vísbending um það hversu öruggur skápurinn er; því hærra sem gildið er, því meira öryggi er í boði.
Þú ættir líka að huga að því hvort þú þarft á því að halda að skápurinn sé eldfastur og vatnsheldur, því skápana má einnig nota til að verja önnur verðmæti eins og pappírsskjöl. Margir kjósa eld- og vatnsþolna skápa vegna varnarinnar sem þeir veita skjölum og peningaseðlum.
Geymsla hjá þriðja aðila – Hvað þarf að hafa í huga?
Ef þú kaupir eðalmálmsmynt eða -stangir hjá Auvesta, getur þú nýtt þér kosti þess að geyma þær í, nútímalegu geymslurými sem gæt er af aljóðaöryggisaðilum eins og Brinks og Loomis. Kostirnir við það eru:
Ef þú ert með myntir eða stangir sem þú kaupir hjá Auvesta Edelmettal AG , er boðið upp á möguleika til að selja þær aftur. Þetta þýðir að þegar þú ert tilbúin(n) að selja, getur þú óskað eftir að Auvesta kaupi mynt eða stangir af þér aftur. Auvesta gerir tilboð í eðalmálminn sem byggist á hlutfalli af verði dagsins. Kaupverðið miðast við heimsmarkaðsverð. Nokkrum dögum síðar hefur andvirðið verið lagt inn á bankareikning þinn.
Bullion-eðalmálmur er ekki keyptur vegna útlitsins heldur vegna innra verðgildis, sem helst óbreytt þótt gripurinn verði fyrir hnjaski. Reyndar eru smávægilegir „gallar“ á sumum myntunum. Ef þú ætlar að geyma málminn heima, er þó mikilvægt að forðast hnjask og skemmdir því það gæti haft áhrif á endursöluverðið.
Helsta leiðin til að verja eðalmálmsmyntir og -stangir felst í því að handleika þær ekki að nauðsynjalausu, en við höfum þó skilning á því að stundum gæti þig langað til þess eða haft þörf fyrir það. Gull, til að mynda, er mjúkt, svo til þess að hindra að málmurinn þinn skaðist af hörðu yfirborði þegar hann er handleikinn er gott að setja mjúkt, hreint handklæði eða dúk á flötinn þar sem þú ætlar að leggja það. Það er líka ráðlegt að setja eitthvað mjúkt á gólfið ef gullið skyldi detta.
Notaðu lófría bómullarhanska þegar þú handleikur málminn. Ekki er ráðlegt að nota latex-hanska því smurefni í þeim geta skaðað málminn. Ef þú vilt ekki klæðast hönskum, tryggðu þá alltaf að þú sért með hreinar hendur með því að nota handspritt til að fjarlægja fitu sem getur valdið skaða. Farðu varlega þegar þú handleikur eðalmálminn og taktu um jaðarinn á myntum.
Þú þarft ekki að hreinsa bullion-gull – reyndar getur það beinlínis skemmt myntir. Það fellur ekki á gull og það tærist ekki, svo það helst skínandi um aldur og ævi. Það ber þó að forðast að geyma gull með silfri eða öðrum málmum sem fellur á, það getur valdið skaða. Hvað geymslu varðar, getur það veitt ákveðna vörn að geyma eðalmálma í loftþéttum ílátum eða hylkjum.