7. Spurningin um eignarhald

7. Spurningin um eignarhald

Fullt af gullstöngum er staflað hver ofan á annan

Gull getur verið ráðstafað (allocated) eða óráðstafað (unallocated), og munurinn þar á milli er djúpstæður.


Enginn sem leggur reiðufé inn í banka ætlast til þess að fá nákvæmlega sömu seðla og mynt í hendur þegar hann tekur peningana út. Ef einhver kæmi ættarskartgripunum hins vegar fyrir í bankahólfi, yrði þeim sama ekki skemmt ef honum yrðu boðnir aðrir skartgripir, þó með sama verðgildi, þegar sækja ætti innihald hólfsins.


En hvað þá með gull sem lagt er inn í banka eða komið í vörslu í öryggishvelfingu söluaðila? Eru þá tiltekin gullstöng eða stangir, eða merktar rúllur af bullion-mynt, eign kaupandans eða eða á hann einungis rétt á að fá gull af tilteknu verðgildi?


Einfalda svarið er – það fer eftir ýmsu. Gull getur ýmist verið ráðstafað eða óráðstafað og munurinn á þessu tvennu er djúpstæður.

Ráðstafað gull vs. óráðstafað gull

Ráðstafað gull er persónuleg eign eigandans, sem svo vill til að er geymt annars staðar en á heimili hans. Öryggishvelfing á vegum eðalmálmakaupmanns er vinsæll geymslustaður fyrir ráðstafað gull, af augljósum öryggisástæðum. En þótt ráðstafað gull sé geymt fjarri heimilinu, er það eyrnamerkt eigandanum að fullu og öllu, fremur en að vera hluti af sameiginlegum sjóði. Þegar um ráðstafað gull er að ræða fylgir því skírteini sem veitir eigandanum rétt til nákvæmlega tiltekinna gripa.


Óráðstafað gull er lán kaupandans til viðkomandi stofnunar. Stofnunin er þá ábyrg fyrir því á sama hátt og bankainnistæða er á ábyrgð viðkomandi banka. Þann tíma sem óráðstafaða gullið er varðveitt í öryggishvelfingu stofnunarinnar, er það eign stofnunarinnar. Þetta getur haft sérstaklega mikið að segja ef um banka er að ræða, því óráðstafað gull getur talist til „varasjóða“ sem bankanum er skylt að eiga ef til neyðarástands kemur.


Fyrir fjármálahrunið virtist það fjarlæg hugmynd að kaupandi gulls ætti á hættu að tapa því vegna þess að bankinn kæmist í þrot. Nú er hugmyndin ekki eins fjarlæg, og gull er ekki varið af almennum innistæðutryggingum. Ef óráðstafað gull er geymt utan bankakerfisins, hjá traustum eðalmálmakaupmanni, er dregið úr þessari áhættu.


Ráðstafað gull er yfirleitt heldur dýrari kostur en óráðstafað. Mikilvægt er að átta sig á að tekið er gjald fyrir geymslu og vátryggingar þess ráðstafaða, en geymsla óráðstafaðs gulls er oft gjaldfrjáls – þótt gjald kunni að vera tekið fyrir aðra þjónustu. Það sem fæst í skiptum fyrir þetta aukagjald er hugarróin sem fylgir því að vita að eðalmálmurinn þinn „er á þínu nafni“.

Að kaupa eðalmálma hjá Auvesta Edelmettal AG

Öllum eðalmálmum sem keyptir eru hjá Auvesta er ráðstafað á kaupandann. Þegar þú kaupir gull hjá Auvesta gefst þér kostur á að geyma það öryggisgeymslu sem rekinn er af Brinks eða Loomis, sem er vöktuð af þjálfuðum öryggisvörðum allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar, 365 daga á ári. Eðalmálmarnir þínir eru alltaf tilbúnir til afhendingar eftir þinni fyrirsögn, og þeir fá raðnúmer sem ráðstafar þeim að fullu til þín.

Share by: