7. Þyngdareiningar málma skýrðar

Gullhaugur situr ofan á vigt.

Þegar eðalmálmar eins og gull, silfur og platína eru keypt eða seld, miðast verðlagningin venjulega við þyngd eðalmálmsins sem um er að ræða. Algeng þyngdareining sem þá kemur til tals er troyes-únsa, bæði fyrir mynt og stangir. Stundarverð á eðalmálmum er yfirleitt miðað við troyes-únsur, þannig að uppgefið verð á únsu sýnir verðgildi einnar troyes-únsu af eðalmálminum. Þegar rætt er um mál og vog, er þessi þyngdareining, troyes-únsa, mörgum ókunnug enda er hún ekki notuð á öðrum sviðum. Í mataruppskriftum er þyngd til dæmis oftast gefin upp í grömmum. Það bætir svo ekki úr skák að ef litið er á enskar uppskriftir frá 6. áratug síðustu aldar, er ekki ólíklegt að vigt sé gefin upp í únsum, en það er ekki sama únsa og troyes-únsan.

Hversu þung er troyes-únsa?

Í grömmum talið er ein troyes-únsa 31,1035 grömm (g). Munurinn á troyes-únsu og „venjulegri“ únsu er að troyes-únsan er 2,75g þyngri en hin. samanburður á einingunum er sýndur í töflunni hér fyrir neðan, og þyngdin gefin upp í grömmum.

EINING ÞYNGD Í GRÖMMUM
1 únsa 28,3495
1 troyes-únsa 31,1035

Þegar keyptar eru bullion-myntir er þyngdin gefin upp í troyes-únsum, og sama gildir um sumar stangir. Fyrir nýgræðinga getur þetta valdið ruglingi, því margir eðalmálmakaupmenn tilgreina ekki sérstaklega „troyes-únsur“ við vöruna en tala bara um únsur. Þó svo sé, má almennt treysta því að þegar höndlað er með eðalmálma er þyngd gefin upp í troyes-únsum þegar um mynt er að ræða og troyes-únsum og grömmum fyrir stangir.

Hver er uppruni eininganna?

Áður Evrópa tók upp metrakerfið, var þar notað kerfi sem kallað er avoirdupois-kerfið. Nafnið kemur úr engilnormannskri frönsku og merkir „vigtarvörur“. Það byggist á pundum og únsum þar sem 16 únsur eru í einu pundi.


En þegar kaupmenn höfðu vöruskipti á miðöldum voru allir eðalmálmar vegnir eftir troyes-kerfinu en ekki avoirdupois-kerfinu. Troyes-kerfið notar líka pund og únsur en á kerfunum er sá meginmunur að avoirdupois-únsa er 28,35 grömm en troyes-únsa er hins vegar 31,10 grömm. Ein troyes-únsa samsvarar því u.þ.b. 1,09714 avoirdupois-únsum. Troyes-kerfið er notað enn í dag, sérstaklega þegar eðalmálmar eru vegnir.

Eru ólíkar þyngdareiningar fyrir eðalmálma í öðrum löndum?

Þó að troyes-únsu-kerfið geti verið ruglandi, var það upphaflega innleitt til að forðast rugling og tryggja að allur heimurinn notaði sömu þyngdareiningu þegar höndlað var með eðalmálma. En þótt þessi eining sé alþjóðlega viðurkennd, kjósa sum lönd að nota aðrar þyngdareiningar.


Um alla Asíu, sérstaklega á Indlandi, er þyngdareining sem nefnist tola staðallinn þegar gull er vegið. Tola þýðir „vigt“ og heitið á sér rætur í sanskrít. Ein tola vegur 3/8 af troyes-únsu, eða 11,6638038 grömm.


Í öðrum löndum eru notuð ýmis vogarkerfi með misstórum einingum eftir löndum. Sumstaðar í heiminum er einingin pennyweight til að mynda enn notuð til að vega eðalmálma og skartgripi. Hún samsvarar 1,555g eða 1/20 af troyes-únsu. Þetta kerfi var áður fyrr notað í Bretlandi en var aflagt með lögum um mál og vog frá 1878.


Í Suðaustur-Asíu, Kína og Hong Kong er notað kerfi sem nefnist tael eða tahil. Tahil er misþungt eftir því hvar það er notað. Á meginlandi Kína samsvarar eitt tahil 50 grömmum en í Hong Kong og Singapúr er það 37,799 grömm, svo þar munar talsverðu. Í Tælandi er notað bhat, sem jafngildir 15,244 grömmum.


Hveitikorn voru frá fornu fari notuð sem þyngdareiningar, og var þá miðað við þurrkaðan kjarna kornsins. Það var smæsta vigtareiningin í troyes- og avoirdupois-kerfunum. Skartgripakaupmenn notuðu einingu sem nefndist Jewellers Grain sem má þýða sem gullsmiðagrjón til að vega eðalsteina áður en carat-kerfið kom til sögunnar. Eitt Jewellers Grain jafngildir fjórðungi af carati.

Að kaupa eðalmálma

Þegar keypt er af söluaðila á fjárfestingagulli eins og Gullmarkaðinum er tilgreint hversu mikið af eðalmálmi viðkomandi mynt eða stöng inniheldur. Til dæmis inniheldur gullmyntin Sovereign, sem er þekktasta myntin í heiminum, 0,2354 troyes-únsur af gulli sem hefur hreinleikastigið 916,67, en Half-Sovereign inniheldur 0,1407 troyes-únsur af gulli. Þótt svona sé að orði komist er þarna ekki um að ræða þyngd myntarinnar heldur þyngd eðalmálmsins sem hún inniheldur.



Það eru til aðrar leiðir til að fjárfesta í eðalmálmum þar sem sjónum er ekki beint alveg jafn mikið að þyngd. Auvesta Edelmettal AG sparnaðarsamningarnir, sem Gullmarkaðurinn er umboðsaðili fyrir á Íslandi, býður upp á aðra þægilega leið til að fjárfesta í eðalmálmum. Sú leið gerir þér kleift að kaupa gull, silfur eða platínu eftir verðgildi fremur en vigt, sem gefur þér kost á sveiganleika til að kaupa lítið brot af stórri 400 únsu stöng fyrir EUR 50 á mánuði að lágmarki. Stangirnar eru tryggilega geymdar í öryggishvelfinum Auvesta  og þú getur keypt, geymt og selt þegar þér hentar.