Gull, silfur og platína hafa sérstaka stöðu á markaðnum hvað varðar skattamál.
Virðisaukaskattur (VSK) er skattur sem greiddur er af því sem afhent er á Íslandi bætir hann yfirleitt 24% við verðið, þótt einnig sé til 11% skattþrep og sumt sé undanþegið skattinum.
Allir eðalmálmar sem Gullmarkaðurinn selur í gegnum vefverslun sína og afhentir á Íslandi eru með virðisaukaskatti.
Virðisaukaskattur leggst á næstum allt sem keypt er. Venjulega þarf góð rök til þess að ríkisstjórnin ákveði að undanskilja einhverja framleiðsluvöru virðisaukaskatti og silfur og platína eru þar engin undantekning.
Fyrir árið 2000 var gullsala í mörgum löndum virðisaukaskattskyld. Þessu var breytt vegna misræmis milli reglna í Evrópusambandinu. Sum ESB-ríki lögðu til dæmis alls engan virðisaukaskatt á gull eða höfðu hann mjög lágan, sem skerti samkeppnishæfni sumra ríkja í samanburði við önnur ESB-ríki. Með tilkomu undanþágunnar var gull sett við sama borð og aðrar fjárfestingar, eins og hlutabréf, þó reyndar að regluverkið sé allt annað.
Ekki er tekinn virðisaukaskattur af pöntunum sem sendar eru til landa utan Íslands. Slíkar sendingar má þó meta með tilliti til innflutningsgjalda og tolla skv. löggjöf í viðtökulandinu.
Allir reikningar varðandi vörur, þjónustu eða afhendingu frá vefverslun Gullmarkaðarins eru virðisaukaskattskyldir eftir atvikum, og á þeim er skatturinn greinilega tilgreindur þar sem það á við.
Virðisaukaskatt þarf að greiða á öllum eðalmálmum sem þú lætur senda þér frá Auvesta til Íslands og á sú greiðsla sér stað í gegnum Tollstjóraembættið á Íslandi.
Fjármagnstekjuskattur er skattur sem leggst á hvers konar ávinning eða hagnað sem fæst með því að selja, gefa eða losa sig við eign. Greiða þarf skattinn af öllum söluhagnaði af hverju því sem skattayfirvöld flokka sem skattskylda eign. Langflestar eignir sem þú gætir kosið að fjárfesta í eða selja falla í þennan flokk. Það getur átt við verðbréf, hlutdeildarskírteini í sjóðum þar með talið í gullsjóðum (ETF), bankainnistæður og sölu fasteignar sem ekki er þitt aðalheimili. Það sem aðgreinir fjármagnstekjuskattinn frá öðrum sköttum er að hann leggst aðeins á hagnað sem er umfram árleg skattleysismörk, sem voru kr 300.000 á árinu 2023.
Á Íslandi er ekki gerður greinamunur á fjárfestingagulli eða t.d. skartgripagulli, silfri eða platínu. Samkvæmt íslenskum skattalögum, hjá einstaklingum, eru þessir málmar flokkaðir sem lausafé og það eru engir fjármagnstekjuskattar af lausafé nema að kaup og sala þess sé gert í hagnaðar eða atvinnuskyni. Skiptir þá engu hvort um mynt eða stangir sé að ræða.
Hjá fyrirtækjum, þá yrðu þessar eignir eignfærðar á efnahagsreikning á markaðsvirði. Fyrirtæki greiða ekki fjármagnstekjuskatt. Þau greiða tekjuskatt.
Víða erlendis þá eru augljósir kostir þess að fjárfesta í bullion-mynt er sá að allt sem telst lögmætur gjaldmiðill er undanþegið skatti á söluhagnað fyrir íbúa þess ríkis.
Allar myntir frá Ríkismyntsláttum eru undanþegnar fjármagnstekjuskattinum fyrir íbúa þess ríkis af því að þær eru lögmætur gjaldmiðill í því landi. Þetta ólíkt því sem á við um langflestar aðrar eignir, s.s. verðbréf og fasteignir sem eigandinn býr ekki í sjálfur, en af öllu þessu þarf að greiða fjármagnstekjuskatt. Í flestum löndum Evrópu leggst fjármagnstekjuskattur á eðalmálma í stöngum þar sem þeir eru ekki lögmætur gjaldmiðill eins og myntirnar.
Athugið að Gullmarkaðurinn/Arcarius Gold ehf er ekki skattaráðgjafi og að allar upplýsingar sem er að finna á vef okkar varðandi stöðu eðalmálmavara gagnvart skattlagningu eru einungis birtar sem almennur fróðleikur en ekki til að treysta á; sérstaklega þarf að athuga að skattalöggjöf er alltaf breytingum undirorpin. Ráðgjöf varðandi einstök atriði ætti að sækja til skattaráðgjafa.