9. Bola- og bjarnarmarkaðir skýrðir

Ef þú hefur einhverntíma lesið fréttir eða leiðbeiningar um fjárfestingar, er ekki ósennilegt að þú hafir stundum rekist á orðin „bolamarkaður“ og „bjarnarmarkaður“, en verið óviss um hvað þau þýða í raun og veru (umfram það að „bolamarkaður“ er jákvætt orð). Í þessari grein er útskýrt hvað markaðshorfur kenndar við bola og björn eru í rauninni, og hvernig sígilt er að fólk fari að við fjárfestingar á hvorri markaðsgerð fyrir sig.
Almennt um markaðshorfur
Markaðshorfur eiga við það þegar greinandi (eða einstakur fjárfestir) álítur að markaðurinn stefni í tiltekna átt á ákveðnu tímabili. Horfurnar eru sagðar vera á niðurleið ef verð eru almennt að lækka og á uppleið ef verðin eru almennt að hækka. Markaðshorfur geta átt við nokkra markaði í sameiningu, einn markað sem heild, hluta af markaði eða jafnvel aðeins tiltekinn flokk fjárfestinga eða verðbréfa.
Horfur eru ýmist til skamms tíma (e. secondary trends), til meðallangs tíma (e.
primary trends) eða til langs tíma (e.
secular trends). Það er þó mismunandi eftir mörkuðum og verðbréfum hvað litið er á sem langan tíma.
Bola- og bjarnarmarkaðir
Bolamarkaðir eru þeir markaðir þar sem horfur eru á uppleið, og verð fara almennt hækkandi á tilteknu tímabili. Sögulega séð hafa langtíma-bolamarkaðir (secular trends) að meðaltali enst í átta eða níu ár. Á síðastliðinni öld hafa bolamarkaðir sýnt árlegar verðhækkanir á milli 15% og 34%.
Þetta eru auðvitað bara meðaltöl. Einn ákveðinn bolamarkaður, netbólan svonefnda (e. dot-com bubble), stóð í innan við tvö ár en þar hækkuðu sum hlutabréf um þúsundir prósentustiga á afar skömmum tíma.
Bjarnarmarkaðir eru þeir markaðir hins vegar kallaðir þar sem horfurnar eru taldar á niðurleið. Þeir standa jafnan skemur og þar eru verðbreytingar skarpari. Á síðustu 100 árum hafa bjarnarmarkaðir að meðaltali staðið í 12–18 mánuði, og þar hefur árlegt verðfall hlutabréfa verið á milli 20% og 50%. The Vanguarad Group skilgreinir bjarnarmarkað svo að það sé meira en tveggja mánaða tímabil með viðvarandi verðfalli um 20% eða meira.
Bjarnarmarkaðir eiga líka sína tölfræðilegu útlaga. Frægt dæmi er hrunið á Wall Street 1929 sem markaði upphaf kreppunnar miklu í Bandaríkjunum. Sá bjarnarmarkaður stóð í þrjú ár og þá féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 90%.
Hvers vegna boli og björn?
Ein hefðbundin skýring er að þegar bolar berjast vísa hornin upp, sem er táknmynd fyrir markað sem stefnir upp á við. Á hinn bóginn er sagt að þegar birnir berjist vísi klær þeirra niður á við – eins og horfur á markaði þar sem verð fellur. Þetta eru þó líklega „eftiráskýringar“ því þessi heiti eru næstum örugglega eldri en táknræna túlkunin, sem hefur komið síðar til sögunnar til að útskýra heitin.
Heitið bjarnarmarkaður (e. bull market) er að öllum líkindum dregið af enska orðinu bully í merkingunni „afbragðs“ eða „ákjósanlegur“. Fyrir löngu síðan hefur markaði þar sem horfurnar voru á uppleið verð lýst sem „bully market“, en tengingin við bola (e. bull) hefur komið síðar.
Bjarnarmarkaður á sér öðruvísi sögu. Meðal fyrstu dæmanna um framvirk viðskipti voru viðskipti með bjarnarskinn. Skinnakaupmenn voru iðulega búnir að selja skinnin löngu áður en þau voru framleidd. Ef kaupmennirnir bjuggust við lækkandi verði, „skortseldu“ þeir skinnin, þ.e. seldu þau undir markaðsverði til að selja eins mikið og unnt var áður en markaðurinn hrundi. Þegar skinnin komu loks frá veiðimönnum, var markaðsverðið lágt en þá var þegar búið að borga fyrir þau hærra verð. Snöggt verðfall af þessu tagi var kallað bjarnarmarkaður (e.
bear market) með tilvísun til bjarnaskinnskaupmanna.
Hvernig fjárfestir fólk á bola- eða bjarnarmarkaði?
Þótt við getum ekki að neinu leyti leiðbeint um fjárfestingastefnu, er hin klassíska aðferð til að fjárfesta á bolamarkaði að verða sér úti um langtímafjárfestingar, í meðallagi eða talsvert áhættusamar, sem búast má við að hækki umtalsvert í verðgildi.
Á bjarnarmörkuðum eykst jafnan áhugi á tryggum fjárfestingum (eins og eðalmálmum) sem búast má við að haldi eða jafnvel auki verðgildi sitt, þvert á almennar neikvæðar markaðshorfur eða beinlínis vegna þeirra. Aukin eftirsókn eftir öruggum fjárfestingum á bjarnarmarkaði verður oft til þess að þær hækka í verði.