Margt fólk beinir sparnaðarviðleitni sinni til barna og kýs oft sparnaðarreikninga ætlaða börnum. En það vita ekki margir að það er líka hægt að spara gull fyrir hönd ástvina.
Þegar fólk byrjar að byggja upp fjárfestingasafn, hefur það jafnan eitthvert markmið. Sumir hafa sett sér skammtímamarkmið eins og að spara fyrir útborgun í sínu fyrsta húsi. Aðrir eru að spara til langs tíma, til að byggja upp varasjóð fyrir efri árin, eða bara til að tryggja að þeir eigi dálitla peninga aflögu ef á þarf að halda í framtíðinni. Það færist í vöxt að fólk einbeiti sér að sparnaði fyrir fjölskyldumeðlimi, einkum börn og barnabörn, og spari peninga fyrir framtíð þeirra. Áður fyrr hefði þetta kannski verið gert með því að opna reikning í nafni barnsins og bæta inn á hann við sérstök tilefni eins og afmæli eða á jólunum. En nú á tímum sækjast margir eftir fastmótaðri fjárfestingarkosti sem auðvelt aðgengi er að þegar á þarf að halda.
Einn af vinsælustu kostunum hefur löngum verið reikningur í banka fyrir börn sem geta heitið ýmsum nöfnum. Það eru langtíma sparnaðarreikningur ætlaður börnum, undir 18 ára.
Eins á við um aðra sparnaðarreikninga, bera eir vexti og geta að auki verið verðtryggðir, en þá eru vextir mjög lágir eða engir.
Að öðru leyti er þetta eins og hver annar bankareikningur á nafni barnsins þó binditími geti verið mismunandi.
Þegar þetta er borið saman við gull, er Okkar Verðmæti sem Auvesta býður nærtækur valkostur. Auvesta vefaðgangur kost á að kaupa gull sem er geymt í öryggishvelfingu myntsláttunnar fyrir hönd barnsins. Frá því að þessi möguleiki var kynntur hafa foreldrar, afar og ömmur, vinir og aðrir ættingjar um allan heim opnað slíka reikninga hjá Auvesta til að spara handa ungum einstaklingi sem er þeim kær. Þegar barnið nær 18 ára aldri (er fjárráða) er opnaður vefaðgangur fyrir barnið sem er því algjörlega að kostnaðarlausu og gull er hægt að millifæra inn á þann aðgang.
Ávöxtun á Okkar Verðmæti fer einvörðungu eftir þróuninni á eðalmálmamarkaði á þeim tíma sem fjárfestingin er geymd í vörslu Auvesta. Hún var yfir 900% á síðustu 20 árum en getur verið bæði hærri svo og lægri. Ávöxtun fortíðar gefur ekki fyrirheit um ávöxtun framtíðar.
Ef þú velur venjulegan sparnaðarreikning, ræðst ávöxtunin af vaxtakjörum reikningsins. Það þýðir að þú færð tiltekna fyrirfram ákveðna vexti á hverju tímabili, en helsta áhættan er sú að vextirnir nægi ekki til að halda í við verðbólgu. Þó er mikilvægt að átta sig á að vaxtakjörin eru breytileg, þau eru venjulega endurskoðuð árlega og geta hækkað eða lækkað. Ef valin er verðtryggður reikningur eru vextir yfirleitt lágir.
Ef þú velur hlutabréfareikninginn, er helsta áhyggjuefnið að ávöxtunin ræðst af gengi þeirra hlutabréfa á markaði sem þú hefur valið að fjárfesta í. Þar sem tímabilið sem reikningurinn er opinn og virkur er minnst 18 ár, er erfitt að spá fyrir um gengi bréfanna í svo langan tíma nema rýnt sé nákvæmlega í samsetningu hlutabréfasafnsins.
Þegar um er að ræða Okkar Verðmæti samning ræðst ávöxtunin af eðalmálmamarkaðnum án þess að tiltekin ávöxtunarprósenta sé í boði. Ef þú t.d. stofnar reikning með því að leggja inn eur 100, gætirðu fengið fyrir það 1/20 úr únsu af gulli (það fer eftir gullverðinu á hverjum tíma). En þegar að því kemur að selja eðalmálminn þá ert þú ekki að selja „eur 100 virði af gulli“ heldur 1/20 úr únsu af gulli, og þar sem gullverðið er síbreytilegt, ræðst söluverðið af gullverði dagsins þegar selt er. Ef gullverðið hefur hækkað, hefur verðgildi gulleignar þinnar aukist. Kosturinn við þetta er að eðalmálmamarkaðir breytast ört og því er gullverð síbreytilegt.
Frá því í byrjun mars 2019 og fram í byrjun mars 2024 hækkaði gullverð um því sem næst 87% hækkun.
Reyndar verður að hafa í huga að árin 2019-2024 voru viðburðarík á eðalmálmamörkuðum vegna áhrifa covid-faraldursins og annarra óvissuþátta. Bæði Okkar Verðmæti og sparnaðarreikningar fyrir börn eru ætlaðir til langtímasparnaðar. En flest undanfarin ár hafa orðið einhverjir pólitískir, samfélagslegir eða efnahagslegir atburðir sem hafa haft áhrif á gullverð.
Auðvitað lækkar gullverðið líka stundum, ekki síst þegar litið er til skemmri tíma. Þótt þetta sé raunin, eru
Okkar Verðmæti
samningarnir ætlaðir til þess að spara fyrir barn allt að 18 ára tímabili og því geta lítilsháttar lækkanir til skamms tíma unnist upp af stærri hækkunum til lengri tíma.
Yfirleitt er ekki um neinar þóknanir að ræða þegar sparnaðarreikningur er stofnaður, og ekki heldur nein regluleg árleg eða mánaðarleg þjónustugjöld. Vegna þess að
Okkar Verðmæti samningarnir snúast um að kaupa raunverulegt gull, koma þar til geymslu- og umsýsluþóknanir. Þessar þóknanir standa straum af tryggingum, geymslu og umsýslu gullsins og eru greiddar mánaðarlega.
Þótt verðþróun í fortíðinni geti ekki sagt fyrir um framtíðarþróun, blasir það við að gullverð hefur hækkað umtalsvert á síðustu 18 árum. Okkar Verðmæti samningur Auvesta gefa þér tækifæri til að nýta þér kosti þessa eðalmálmamarkaðar og eignast gull með beinum hætti – ásamt því að njóta þess öryggis sem Auvesta býður. Eins og á við um alla fjárfestingarkosti, er ákveðin áhætta til staðar, og þú verður að vega þessa áhættu á móti viðhorfi þínu til mögulegs ávinnings sem býðst.