Flestir fjárfesta í fasteign einhvern tíma á ævinni en slíkri fjárfestingu fylgir áhætta af ýmsu tagi. Í þessum kafla verða fasteignakaup borin saman við fjárfestingu í gulli.
Sögulega séð hafa fasteignir staðið jafnfætis reiðufé og verðbréfum sem einn af helstu flokkum eigna sem fjárfest er í. Margir kjósa að fjárfesta með einhverjum hætti í fasteignum á ævi sinni og það að eiga sitt eigið heimili getur flokkast sem fjárfesting í fasteign. Aðrir velja að kaupa aðra fasteign til viðbótar með það í huga að leigja hana út. En það er ekki eins einfalt og það sýnist að eiga fasteign, eins og þeir vita sem reynt hafa. Og eins og á við um allar fjárfestingar, þarf að huga að ýmiss konar áhættu sem þessu fylgir.
Eins og rætt hefur verið um áður, er fjölbreytni eitt það mikilvægasta sem þarf að hafa í huga þegar fjárfestingasafn er byggt upp. Fjölbreytt eignasafn samanstendur af eignum og fjárfestingum af ólíku tagi, og þegar einhverju eins og fasteign er bætt við safnið þar sem aðrir eignaflokkar eru fyrir, getur það hjálpað til að verja safnið fyrir sveiflum á almennum markaði. Þetta þýðir að ef einn eignaflokkur, til dæmis hlutabréf, þróast á óhagstæðan hátt, geta aðrar eignir, eins og fasteignir, bætt það upp og dregið úr heildaráhættu.
Ef við berum þetta saman við gull, þá getur það, rétt eins og fasteignir, hentað vel til að auka fjölbreytni eignasafnsins og margir fjárfestar velja að bæta gulli við safn sitt til að auka fjölbreytnina. Greining á skiptingu eignasafna sem Alþjóðlega gullráðið (World Gold Council) gerði, bendir til þess að fjárfestar sem beina 10% af safni sínu í gull, geti með því bætt umtalsvert heildarávöxtun safns síns. Þetta er einnig talið eiga við þótt gert sé ráð fyrir hóflegri ársávöxtun gulls upp á 2-4% – sem er talsvert minna en raunveruleg langtímaávöxtun sögulega séð. Það segir sig sjálft að ávöxtun skiptir miklu þegar þú ákveður hvernig þú ætlar að fjárfesta fjármuni þína.
Þegar um fasteignir er að ræða hefur hugsanleg ávöxtun yfirleitt verið í formi leigutekna eða einfaldlega af verðhækkunum á fasteignum sem innleystar eru við sölu. Fasteignamarkaðurinn var einkar óstöðugur árið 2021, að hluta til vegna covid-faraldursins, en margir einstaklingar ákváðu þá að flytja búferlum vegna breyttra aðstæðna eða vegna þess að þeir töldu að húsnæði þeirra hentaði þeim ekki lengur.
Fasteignaverð á Íslandi hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum m.a. vegna umframeftirspurnar og á síðustu 5 árum um 65%
Þótt þessi hækkun gæti virst umtalsverð og benda til þess að covid-faraldurinn hefði talsverð áhrif á húsnæðismarkaðinn, hafði faraldurinn einnig drjúg áhrif á gullmarkaðinn. Ef við einblínum á gullverð í breskum pundum, þá sýna markaðsgögn LBMA að gullverð hækkaði um 87% á tímabilinu frá mars 2019 til mars 2024.
Auðvitað verðum við að hafa í huga að hvort sem um er að ræða gull eða fasteignir, er ekki hægt að miða ávöxtunina við verðið eingöngu. Flestar fjárfestingar hafa í för með sér fastan kostnað sem taka verður með í reikninginn.
Í fyrsta lagi þýðir það að eiga aðra fasteign til að leigja út, að umtalsverðir fjármunir eru bundnir í þessari seinni eign. Til að kaupa fasteign þarf að leggja út annað hvort útborgun með veðláni eða jafnvel að reiða af hendi allt kaupverðið. Hvor kosturinn sem valinn er, verða allmiklir fjármunir bundnir í eigninni og þeir eru ekki auðveldlega tiltækir ef á þarf að halda.
Ef þú hefur einhvern tíma keypt eða selt hús, veistu líka hve langan tíma slík viðskipti geta tekið. Ef þú þarft skyndilega að losa fjármunina sem liggja í eigninni, getur tekið langan tíma að selja – jafnvel þótt markaðsaðstæður séu hagstæðar og kaupandi finnist strax. Auk tímans sem þetta tekur, geta þóknanir verið umtalsverðar. Þegar fasteign er keypt eða seld þarf venjulega að greiða þóknanir og gjöld til fasteignasala og matsmanna auk stimpilgjalda, lóðagjalda, lögfræðikostnaðar og skjalagerðar.
Ef þetta er borið saman við það að fjárfesta sömu upphæð í gulli, þá er ferlið gerólíkt. Gull er fáanlegt í formi myntar, gullstanga frá Auvesta. Ef þú kýst að fá mynt eða stangir afhentar, getur þú selt þær hvenær sem er til eðalmálmakaupmanns hvar sem er í heiminum. Gull er alþjóðlega viðurkennt sem verðmæt eign og það er tiltölulega einfalt að selja það og losa þannig lausafé ef þú þarft á því fé að halda sem fest var í gullinu. Það er líka mikilvægt að athuga að um marga fjárfestingarkosti í gulli gildir að venjulega er hægt að selja aðeins hluta af fjárfestingunni. Ef þú selur aðeins hluta af gullmynt í þinni eigu eða hluta af Auvesta fjárfestingu, áttu samt ennþá fjárfestingu sem þú getur haldið og selt síðar.
Ef þú velur að geyma gullmynt eða stangir hjá Auvesta, er nauðaeinfalt að selja eðalmálminn. Í gegnum reikning þinn á netinu getur þú hvenær sem er selt eign þína að hluta eða öllu leyti. Andvirði sölunnar er síðan hægt að millifæra á bankareikning þinn. Ef þetta er borið saman við bréfaskriftir og símtöl við fasteignasala og lögfræðing svo mánuðum skiptir, hlýtur einn músarsmellur að vera meira aðlaðandi kostur.
Þar sem tekjur af fasteign eru eingöngu leigutekjur, þarft þú að sjá til þess að alltaf sé til staðar leigjandi svo unnt sé að standa straum af kostnaði. Ef þú ert svo heppinn að hafa langtímaleigjanda sem borgar leiguna að fullu í hverjum mánuði, er þetta venjulega ekkert mál, en þegar leigumarkaðurinn er tregur getur komið til þess að eignin standi tóm í einhverja mánuði á milli leigjenda. Þar sem þú treystir á mánaðarlegar leigutekjur til að greiða af lánum, geta slík tímabil orðið til þess að þú þurfir að greiða af lánum vegna tveggja húseigna úr eigin vasa. Þar að auki getur greiðslubyrði af fasteignalánum hækkað og þá er ekki víst að leigutekjurnar dugi fyrir mánaðarlegum afborgunum af lánum.
Svo er auðvitað annar fastur kostnaður við það að eiga fasteign. Auk trygginga þarf að sinna viðhaldi, jafnvel þótt eignin standi tóm, bæði á húsi og garði ásamt innréttingum, lögnum og tækjum. Mánaðarlega þarf að greiða reikninga eins og skatta til sveitarfélagsins, vatnsgjald og jafnvel rafmagn og húsgjöld. Ef búið er í eigninni, getur það fallið í hlut leigjenda að borga einhverja þessara reikninga, en varaáætlun þarf að vera til reiðu ef það skyldi bregðast.
Sé þetta borið saman við fjárfestingu í gulli, fylgir því sáralítill kostnaður að kaupa eðalmálm og geyma hann sjálfur heima. Eini viðbótarkostnaðurinn yrði líklega að hækka tryggingarupphæð innbústryggingar. Aðrir fjárfestar kjósa að geyma eðalmálma sína í til þess gerðri öryggishvelfingu og því fylgir fastur geymslukostnaður. En öryggið og hugarróin sem það veitir að geyma eðalmálma hjá Auvesta fæst fyrir aðeins 0,0-0,08% þóknun á mánuði, auk virðisaukaskatts. Þessi þóknun stendur straum af geymslu, umsýslu og öryggisgæslu við að tryggja að fjárfestingin sé óhlut, og gefur þér kost á að geyma hana á öruggum og vátryggðum stað þar sem öryggisgæsla er 24/7 365 daga á ári.
Eins og hér hefur verið sýnt fram á, getur fjárfesting í bæði fasteignum og gulli skilað ávöxtun, en þó er margt ólíkt með þessum fjárfestingarkostum. Kaup á fasteign er allmikil fjárfesting og henni fylgir ýmiss konar áhætta og fastur kostnaður, meðan fjárfesting í gulli er sveigjanlegri kostur, sérstaklega þegar kemur að því að losa fjármunina og hvað kostnað varðar. Á tímum efnahagslegrar óvissu hallast margir fjárfestar að stöðugleika gullsins, og þótt ávöxtun beggja kostanna sér mjög breytileg, er stöðugleiki gullsins gerólíkur föstum kostnaði og óvissu sem fylgir því að eiga fasteign.