9. Hvaða eðalmálmafjárfesting hentar þér?

9. Hvaða eðalmálmafjárfesting hentar þér?

Hrúga af gullstöngum og silfurpeningum á borði.

Áður en valið er á milli gulls, silfurs og platínu þarf að huga að ýmsum atriðum til að tryggja að valinn sé eðalmálmur sem hentar þér.


Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að fjárfesta í eðalmálmi, er næsta skrefið að velja tiltekinn málm.


Þrjár af þeim vörum sem atvinnufjárfestar versla hvað mest með eru gull, silfur og platína. Ein af ástæðunum fyrir vinsældum þeirra er líka sú að við þekkjum þessa eðalmálma. Þetta eru algengustu málmarnir í skartgripum og svo eru þetta málmarnir sem margar bullion-myntir til fjárfestinga eru slegnar úr.


Svonefndir „gullberar“ (e. gold bugs, fólk sem er gefið fyrir að fjárfesta í gulli) eru gjarnir á að dreifa áhættunni með því að fjárfesta líka í silfri og platínu. Fyrir nýgræðinga í eðalmálmafjárfestingum getur hins vegar verið úr vöndu að ráða um muninn á gulli, silfri og platínu þegar velja þarf milli þessara þriggja kosta.


Það eru framleiddar í seinni tíð bullion-stangir úr gulli, silfri og platínu, sveiflur í verði eru mun meiri á silfri og platínu en gulli það fer því eftir viðhorfi til áhættu og ávinnings hvað ætti að velja. Fyrir öryggi velja fjárfestar gull, fyrir hugsanlega skjótfengin gróða kynnu margir að velja silfur eða platínu en auðvitað er ekkert öruggt með gróðann. Hér að neðan eru góð ráð um það hvað fjárfestar ættu að hafa í huga þegar þeir velja á milli þess að fjárfesta í þessum þremur málmum.

Fjárfesting til langs tíma

Fólk velur gjarnan gull þegar fjárfest er til langs tíma, með það í huga að gull hefur hækkað jafnt og þétt í verðgildi í gegnum árin. Silfur fylgir venjulega þróun gulls, sé litið til hlutfallslegs verðgildis, og á undanförnum áratugum hefur gull skilað jöfnum hagnaði árlega. Hægt er að versla með alla þrjá eðalmálmana til skamms eða meðallangs tíma, en þá þarf að búa yfir skilningi á því hvernig verð gulls, silfurs og platínu hegðar sér á mörkuðum, t.d. að kunna að reikna gull-silfur hlutfallið.

Aðgangsverð

Eins og við er að búast er aðgangsverð oft helsta umhugsunarefni þeirra sem eru að stíga fyrstu skrefin í fjárfestingu í eðalmálmum og hafa ekki stórar fjárhæðir til ráðstöfunar. Þess vegna byrja margir á því að kaupa silfur. Verð á efnislegu silfri eru umtalsvert lægri en á gulli og platínu, sem gerir það viðráðanlegra að kaupa fáar myntir í einu. En þegar frá líður færa margir kaupendur silfurmynta sig upp á næsta stig og snúa sér að gulli og platínu. Auvesta sparnaður í  eðalmálmum gefur þér líka kost á að fjárfesta í hlut í efnislegu gull-, silfur- eða platínustöng fyrir allt niður í £25eur 50 á mánuði.

Tímasetning viðskipta með eðalmálma

Þegar gull, silfur og platína eru keypt og seld skiptir tímasetning miklu máli enda geta markaðsverð eðalmálma breyst mjög hratt. Til skamms tíma eru verð silfurs og platínu óstöðugri en gullverð vegna tengsla þeirra fyrrnefndu við notkun í iðnaði. Það er því líklegra að silfurverð hækki eða lækki um 20% eða meira á skömmum tíma. Þegar um er að ræða hreina eðalmálma til fjárfestingar þarf fjárfestirinn að skilja markaðinn og hvers vegna hugmyndir um verðgildi ólíkra vara geta breyst. Þetta er mikilvægt að vita til að geta áttað sig á tímasetningu kaupa og sölu á hverjum málmi fyrir sig til að hámarka ávöxtun fjárfestingarinnar.

Virðisauki fjárfestinga

Ein markverð ástæða þess að margir kjósa að fjárfesta í gulli er að það er undanþegið virðisaukaskatti í Evrópu, en það er ekki raunin um allan heim t.d. er virðisaukaskattur á Íslandi. Silfur og platína eru hins vegar virðisaukaskattskyldum nánast  alla Evrópu og er skatthlutfallið mismunandi á milli landa.


Forsaga þessa fyrirkomulags er áhugaverð fyrir þau sem eru að læra um fyrstu kaup á eðalmálmum. Fyrir 1. janúar 2000 var gullsala víða í Evrópu virðisaukaskattskyld. Þessu var breytt vegna misræmis milli reglna í Evrópusambandinu. Sum ESB-ríki lögðu til dæmis alls engan virðisaukaskatt á gull eða höfðu hann mjög lágan, sem skerti samkeppnishæfni ríkja í samanburði við önnur ESB-ríki. Eftir árið 2000 var gull sett við sama borð og aðrar fjárfestingar, eins og hlutabréf. Það gegnir auðvitað öðru máli um silfur og platínu, fyrst og fremst vegna þess að auk þess að vera notaðir til fjárfestinga hafa báðir þessir málmar margvíslegt notagildi í iðnaði og til hagnýtra nota.


Eðalmálmafjárfestir þarf að hafa í huga að vegna virðisaukaskattsins þarf verð á silfri og platínu á markaði að hækka um a.m.k. um virðisaukaskattprósentuna til þess að standa undir kaupverðinu og skila hagnaði þegar þú ert tilbúinn að selja

Share by: