2. september 2024
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að þú gætir viljað íhuga að fjárfesta í gulli núna, þar á meðal: Það dreifir eignasafninu þínu til að draga úr áhættu Að setja öll eggin þín í eina körfu – að minnsta kosti fjárfestingarlega séð – er alltaf áhættusamt. Til dæmis ef þú ert mikið að fjárfesta á hlutabréfamarkaði og hlutabréfamarkaður hrynur, þá lækkar heildarauður þinn líka. Ef þú ert mikið fyrir fasteignir þá gerist það sama. Auðvitað er fasteignin til staðar og góðar líkur á að hægt sé að leigja hana út. Að auki fylgir hruni á fjármálamörkuðum gjarnan vaxtalækkun þannig að fasteignir, svo lengi sem hægt er að borga af lánum, er venjulega ekki slæmur fjárfestingarkostur. Með því að setja gull í eignasafnið þitt – eign sem er venjulega í öfugu sambandi við flestar aðrar tegundir fjárfestinga – getur þú vegið upp á móti hluta af þeirri áhættu og verndað fjármuni þína betur. „Langtímafylgni gulls við aðrar áhættusamar eignir er lægri en flestra annarra eigna, sem gerir það eftirsóknarvert til að auka fjölbreytni eignasafna,“ segir Rohan Reddy, forstöðumaður rannsókna hjá Global X ETFs. „Það hefur sannað sig aftur og aftur til að draga úr heildaráhættu.“ Á tímabilinu frá 21. september 1976 til 6. mars 1978 féll bandaríska hlutabréfavísitalan S&P 500 um meira en 19%. Gullverð hækkaði um næstum 54%, samkvæmt GoldSilver. Svipuð þróun átti sér stað í samdrættinum 2007–2009. Á þeim tíma lækkaði S&P 500 um tæp 57% en gull hækkaði um 25%. S&P 500 vísitalan er stærsta hlutabréfavísitala heims og er dagleg velta að meðaltali um 250 milljarðar dollara. Dagleg meðalvelta á gullmörkuðum er um 160 milljarðar dollara. Gull er öruggt skjól til að verjast óvissu á markaði Heimspólitísk átök leiða til óstöðugleika og þegar það gerist hafa fjárfestar og neytendur tilhneigingu til að leita skjóls – einhvers staðar þurfa peningar þeirra að vera verndaðir og halda gildi sínu þrátt fyrir það sem gæti gerst pólitískt. Gull býður upp á þetta örugga skjól. Gullverð hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum um 35% og ekkert lát virðist vera á hækkunum enda virðist ástandið í heiminum ekki vera að lagast; styrjaldir, verðbólga, háir vextir, gengdarlaus seðlaprentun til að halda efnahagslífi gangandi og mikil óvissa á fjármálamörkuðum. Bandaríkjadollar er smátt og smátt að missa stöðu sína sem heimsgjaldmiðill sem meðal annars birtist í því að nú er olía keypt og seld í öðrum gjaldmiðlum o.s.frv. Rétt er að huga að því að stærstu kaupendur á gulli hafa verið seðlabankar heimsins, það má lesa meira um það hér: https://www.gullmarkadurinn.is/af-hverju-eiga-selabankar-gull-i-gjaldeyrisforum-sinum „Það er aukinn landfræðilegur óstöðugleiki vegna átaka Ísraela og Palestínumanna í Miðausturlöndum, sem heldur áfram án skýrrar lausnar til skemmri eða lengri tíma litið,“ segir Alex Ebkarian, annar stofnandi Allegiance Gold. „Vegna þessa landfræðilega óstöðugleika – sem og annarra mála sem halda áfram um allan heim, Úkraínustríðið, viðskiptaspenna Bandaríkjanna og Kína, o.s.frv. – munu fjárfestar halda áfram að snúa sér að öruggum eignum eins og gulli.“ Gull býður upp á varnir gegn áframhaldandi verðbólgu Gull er líka vel þekkt sem snjöll vörn gegn verðbólgu, sem gerir þér kleift að varðveita auð – jafnvel á meðan pappírsgjaldeyrir missir kaupmátt sinn. Það er vegna þess að það er af skornum skammti; þú getur ekki búið til meira, svo það er ekki hægt að fella það með offramboði, eins og er að gerast með Bandaríkjadollar. Eins og Reddy orðar það: „Gull hefur á afrekaskránni að halda verðgildi sínu, þjóna sem öruggt skjól og hugsanleg vörn gegn verðbólgu á tímum efnahagslegs óstöðugleika.“ Gull verndar peningana þína ef niðursveifla verður Þú getur líka fjárfest í gulli sem vörn gegn hugsanlegum samdrætti. „Það er ástæða fyrir því að seðlabankar nota gull til að verja auð síns eigin lands og milljarðamæringar nota gull til að verja milljarða sína,“ segir Collin Plume, forstjóri Noble Gold Investments. „Ef einhverjir kunna á peninga, þá eru það þeir.“ „Ef það er einhvers konar fjármálakreppa geta gulleignir hjálpað þar líka,“ segir Plume. „Gull hefur söguna með sér,“ segir hann. „Að meðaltali göngum við í gegnum fjármálakreppu á 5,5 ára fresti. Í hverju þessara efnahagshruna hækkar gull annað hvort í sjálfu hruninu eða strax í kjölfarið. Engin önnur eign hefur gert það." Gulli er ávallt hægt að breyta í lausafé Að lokum, gull er fjárfesting sem ávallt er hægt að breyta í lausafé. Það er alltaf eftirsótt og þú getur keypt eða selt það hvenær sem þú þarft. Þetta getur verið gagnlegt ef þú lendir í óvæntum útgjöldum, missir vinnuna eða lendir á öðrum erfiðum tímum. Það getur líka reynst gott fjárhagslegt öryggisnet á óvissum efnahagstímum. Hvað áttu að eiga mikið af gulli í dreifðu eignasafni? Samkvæmt rannsóknum Alþjóða Gullráðsins og stærstu eignastýringarfyrirtækja heims, til að mynda bandaríska eignastýringarfyrirtækinu State Street , þá er talið að það sé góð regla að 10% af dreifðum, hreinum eignum fólks sé í gulli . Eignir eru fasteign, hlutabréf, skuldabréf og oft er stærsta eignin réttindi og séreign í lífeyrissjóðum sem fjárfesta jafnframt að mestu í hlutabréfum og skuldabréfum. Íslendingar eiga nánast ekkert gull utan Seðlabanka Íslands sem á 1,98 tonn af gulli, því er 10% af hreinum eignum í gulli langtímamarkmið. Gulleign Íslendinga er að mestu í formi skartgripa. Gullmarkaðurinn býður upp á nokkrar leiðir í reglubundnum gullkaupum og einstökum stærri kaupum. *Ofangreindur texti er unnin upp úr fréttum á CBS fréttastöðinni og fleiri miðlum.