HÆKKUN Á GULLVERÐI HELDUR ÁFRAM OG ENGIN MERKI ERU UM ANNAÐ EN ÁFRAMHALDANDI HÆKKANIR – GULLVERÐ BRAUT 2.700 DOLLARA MÚRINN FÖSTUDAGINN 18. OKTÓBER 2024
Gull braut $2.700 múrinn í fyrsta skipti sl. föstudag og hélt áfram að hækka vegna væntinga um frekari slökun í peningastefnu og aukinnar eftirspurnar eftir
„öruggu skjóli á víðsjárverðum tímum“ vegna óvissu um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og átökin í Miðausturlöndum.
Gull á staðgreiðslumarkaði hækkaði um 0,6% í 2.709,81 dollara á únsu klukkan 11:45 GMT, eftir að hafa náð nýju hámarki upp á 2.714,00 dollara í viðskiptum fyrr um daginn. Gull hefur hækkað um meira en 2% sl. viku.
„Markaðir halda áfram að horfa til stjórnmálaástandsins og nýjustu atburðirnir í Miðausturlöndum magna enn óvissuna,“ sagði Rhona O'Connell, sérfræðingur hjá StoneX.
Hezbollah-hryðjuverkahópurinn í Líbanon sagði á föstudaginn að hann væri að fara inn í nýjan og stigvaxandi áfanga í stríði sínu gegn Ísrael, á meðan Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lofaði seint á fimmtudaginn að halda áfram stríðsrekstri í Líbanon og Gaza.
Vaxandi spenna í alþjóðastjórnmálum fær fjárfesta til að leita öruggra eigna eins og gulls, þeir eru knúnir áfram af áhættufælni og áhyggjum af óstöðugleika á alþjóðlegum mörkuðum.
„Það kemur ekki á óvart að gull hafi náð nýjum hæðum og því sálfræðilega mikilvæga 2.700 dollara marki á asískum mörkuðum, þar sem það virðist vera um spákaupmennsku að ræða frá því svæði,“ sagði Ross Norman, sjálfstæður sérfræðingur.
„Gull nýtur góðs af mjög ákveðnum viðskiptum og er ekki aðeins að hunsa lykilþætti eins og minnkandi verðbólgu og ávöxtun ríkisskuldabréfa, heldur tekur það vart pásu til að endurskipuleggja sig – hvað þá taka hagnað.“
Gull hefur hækkað um meira en 31% á þessu ári, knúið áfram af væntingum um frekari slökun frá helstu seðlabönkum heimsins, þar á meðal bandaríska seðlabankanum, og geópólitískum ýfingum.
„Tæknilega séð, ef gull heldur áfram að hækka, gæti það mætt mótstöðu í kringum 2.750 dollara á únsu, sem eru efri mörk hækkunarfasa sem við höfum séð síðan í lok júlí,“ sagði Frank Watson, markaðsfræðingur hjá Kinesis Money.
Silfur á staðgreiðslumarkaði hækkaði um 1,2% í 32,08 dollara og stefndi í vikuhagnað. Hvítagull hækkaði um 1,5% í 1.007,25 dollara og palladín hækkaði um 1,5% í 1.057,82 dollara.
LESA MEIRA Á ECONOMIC TIMES: HÉR