Best geymda fjárfestingarleyndarmál heimsins er GULL.
Best geymda fjárfestingarleyndarmál heimsins er GULL
Gull hefur hækkað 7,5 falt á þessari öld í USD (enn meira í íslenskum krónum)
Árleg ávöxtun gulls í USD síðan árið 2000 er 9,2%
Árleg ávöxtun Dow Jones síðan árið 2000 er 7,7% þ.m.t. endurfjárfestur arður
Hvers vegna eru þá aðeins 0,6% af alþjóðlegum fjáreignum í gulli?
Einfalda svarið er að flestir fjárfestar skilja ekki gull vegna þess að stjórnvöld þegja yfir kostum gulls.
Stjórnvöld munu aldrei segja almenningi sannleikann.
Hefur einhver heyrt stjórnvöld í vestrænu ríki segja þjóð sinni að gull sé besta vörnin gegn algerri
óstjórn eigin ríkisstjórnar á hagkerfinu og gjaldmiðlinum?
Hefur einhver ríkisstjórn einhvern tíma sagt þjóð sinni að í gegnum tíðina hafi allar ríkisstjórnir, án
nokkurra undantekninga, eyðilagt heildarverðmæti peninga almennings?
Það á við um hvern einasta gjaldmiðil í sögunni þar sem enginn gjaldmiðill hefur nokkurn tíma lifað.
Hafa þær ríkisstjórnir sem nú eru við völd sagt við þegna sína að síðan 1971 hafi gjaldmiðlar þeirra
tapað 97–99% af verðgildi sínu?
Hvers vegna segja stjórnvöld ekki sínu fólki að á næstu 50–100 árum muni gjaldmiðill þess tapa
97–100% til viðbótar?
Augljóslega myndi engin ríkisstjórn nokkru sinni verða kosin ef fólk fengi að heyra sannleikann um að
hagkerfinu og peningum þeirra yrði áfram illa stjórnað og tortímt líkt og gert hefur verið í gegnum
tíðina.
Heimur fjárfestingastjórnunar er í afneitun
Hvers vegna kynna stjórnvöld sér ekki söguna þar sem þau gætu lært af mistökum forvera sinna?
Hvers vegna rannsakar blaðamenn ekki sögu peninga og uppfræða almenning?
Svarið er augljóst, fréttamennska er bara útbreiðsla áróðurs frá stjórnvöldum og það er enginn
alvöru rannsóknarblaðamennska til í dag.
Því til viðbótar þá hvorki skilur heimur fjárfestingastjórnunar gull né kann að meta það.
Að rannsaka og skilja peninga þjónar ekki tilgangi þeirra. Betra að skapa dulúð í kringum
meðalmennskubransa sem er alla jafna undir væntingum markaðarins.
Gráðugur og sjálfhverfur fjárfestingastýringarbransinn hefur ekki áhuga á gulli. Gull leyfir þeim ekki
að mjólka þóknun sem er mikilvægt fyrir þeirra eigin afkomu.
Það væri hægt að afnema allan þennan bransa með því að binda megnið af fjárfestingum í
vísitölusjóðum og efnislegu gulli. Raunafkoma yrði að öllum líkindum mun betri en í þessari mjög svo
óhagkvæmu atvinnugrein.
Það sem knýr gullmarkaðinn áfram um þessar mundir
Í 12 mínútna myndbandi hér fyrir neðan, sem er útdráttur úr viðtali Palisade Radio við
greinarhöfund, fjallar hann um þá þætti sem keyra gullmarkaðinn áfram.
Í stuttu máli sagt eru mikilvægu þættirnir sem rætt er um og munu fljótlega
knýja gullið upp á mun hærra stig:
Ríkishalli og skuldir á heimsvísu - Bandaríkin, Evrópa, Kína, Japan, nýmarkaðir
Stríð
Félagsleg ólga
Gullkaup BRICS landa
Kaup seðlabanka á gulli vegna flutnings gjaldeyrisvaraforða úr USD yfir í gull
Í gegnum alla söguna hefur gull verð besta eignin til að varðveita auð.
Gull er ekki fjárbinding. Það er peningar náttúrunnar og þar með einu peningarnir sem hafa varðveist
í sögunni.
- Ríkisstjórnir og seðlabankar eru bestu vinir gullsins. Í gegnum söguna hefur þeim undantekningalaust tekist að eyðileggja verðgildi hefðbundinna ríkisgjaldmiðla (FIAT) á meðan gull hefur í þúsundir ára haldið kaupmætti sínum.
- Eins og höfundur fjallar um í viðtalinu er áhættan í dag meiri á heimsvísu en nokkurn tíma áður í sögunni.
- Að eiga efnislegt gull sem hægt er að handleika er fullkomin vörn gegn slíkri áhættu.
- Gull til varðveislu auðs verður að vera efnislegt og fjárfestirinn að hafa að því beinan aðgang.
- Gulli þarf augljóslega að halda utan við gallað fjármálakerfi. Það er tilgangslaust að geyma gullið þitt í kerfinu sem þú ert að verja þig gegn.
- ALDREI, NOKKURN TÍMA eiga gull í pappírsformi eða í ETF (Kauphallarsjóðum).
- Gull verður að vera í öruggri lögsögu utan þíns búsetulands og þá sérstaklega utan Bandaríkjanna, Kanada og ESB.
- Gull og silfur eru ekki bara fyrir þau auðugu. Þú getur keypt 1 gramm af gulli fyrir 80 USD eða eina únsu af silfri fyrir 25 USD.
- Þar sem stórar bólur eru í nánast öllum eignaflokkum, þar með talið hlutabréfum, skuldabréfum og fasteignum, ætti ráðstöfun til efnislegs, áþreifanlegs gulls og einhvers silfurs, að vera að minnsta kosti 25% af fjáreignum þínum og hugsanlega miklu meira.
ALDREI hafa áhyggjur af gullverðinu. Stjórnvöld munu halda áfram að fella gengi ríkisgjaldmiðla (Fiat
peningana) og hækka með því móti verð á gulli eins og þau hafa gert í gegnum tíðina.
Upprunaleg heimild: VON GREYERZ AG Sviss.
Birt með leyfi
Höfundur: Egon Von Greyrz, stofnandi Von Greyers AG. 01.04.2024







