Byrjendanámskeið

Byrjendanámskeið

Á byrjendanámskeiði Gullakademíunnar kynnum við þér sögu gulls, silfurs og platínu ásamt grundvallaratriðum varðandi fjárfestingu í eðalmálmum og skýrum nokkur af þeim hugtökum sem notuð eru á þessum markaði.

1. Uppruni gulls, silfurs og platínu

Eðalmálmar hafa verið eftirsóttir í gegnum aldirnar; hvarvetna eru þeir tákn um þjóðfélagsstöðu og auð sem birtast í menningarsamfélögum um allan heim. Í gegnum söguna hafa gull og silfur einnig verið tengd himintunglum. Inkarnir trúðu því að gull væri tár sólarinnar en silfur tár tunglsins. Þessir munaðarfullu málmar eiga sér heillandi sögu sem nær allt til dagsins í dag.

Byrja

2. Hvað gerir málm að eðalmálmi?

Gull, silfur og platína teljast til eðalmálma, en hvaða eiginleikar gera þá svona sérstaka?


Þekktustu eðalmálmarnir eru auðvitað gull og silfur, sem hefur hvort tveggja verið notað sem gjaldmiðill og efniviður í listmuni frá því áður en sögur hófust.

Byrja

3. Inngangur að fjárfestingum í gulli

Gull hefur í gegnum söguna verið talið verðmæt eign. Nú á dögum er það enn mikilvægur hluti af eignasafni margra fjárfesta.

Byrja

4. Inngangur að fjárfestingum í silfri

Silfur hefur einstakt notagildi í margvíslegri tækni, iðnaði og heilbrigðisþjónustu, sem gerir það að áhugaverðum málmi til að eiga og fjárfesta í.

Byrja

5.  Inngangur að fjárfestingu í platínu

Þegar hugað er að fjárfestingu í eðalmálmum fellur platína auðveldlega í skuggann af þekktari málmum eins og gulli og silfri. Eins og gull, gegnir platína mikilvægu hlutverki bæði í iðnaði og sem eðalmálmur, þótt eftirspurnin eftir þessum málmum sé mjög ólík.

Byrja

6. Hreinleiki málma skýrður

Þegar fjallað er um fjárfestingu í eðalmálmum, hefur þú kannski rekist á merkingar eins og 999.9 gull eða jafnvel 999.5 platína. Gullstangir og myntir eru oft merktar sem 999.9 hreint gull en oft vaknar sú spurning varðandi eðalmálma hvernig þetta hreinleikakerfi er í samanburði við karat-kerfið, sem er þekktara.

Byrja

7. Þyngdareiningar málma skýrðar

Þegar eðalmálmar eins og gull, silfur og platína eru keypt eða seld, miðast verðlagningin venjulega við þyngd eðalmálmsins sem um er að ræða. Algeng þyngdareining sem þá kemur til tals er troyes-únsa, bæði fyrir mynt og stangir.

Byrja

8. Hvað er Gullfesta (Gold Fix)?

Meðal þess fyrsta sem fólk lítur til þegar það kaupir gull, silfur eða platínu er auðvitað verðið. En þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í kaupum á eðalmálmum er ekki alltaf ljóst hvernig og af hverju verðgildið er ákvarðað. Að skilja ferlið að baki verðlagningunni er fyrsta skrefið í átt að árangursríkri fjárfestingu í gulli, silfri eða platínu.

Byrja

9. Bola- og bjarnarmarkaðir skýrðir

Ef þú hefur einhverntíma lesið fréttir eða leiðbeiningar um fjárfestingar, er ekki ósennilegt að þú hafir stundum rekist á orðin „bolamarkaður“ og „bjarnarmarkaður“, en verið óviss um hvað þau þýða í raun og veru (umfram það að „bolamarkaður“ er jákvætt orð).

Byrja

10. Þróun Gullverðs í fortíðinni

Hefðbundið er að líta á gull sem örugga höfn, tryggt skjól í stormi, verðmætageymslu þegar styrjöld, upplausn, hungursneyð eða drepsótt vofir yfir.

Byrja
Share by: