Fjárfestingagull eða bullion gull getur verið hvort sem er mynt eða stangir. Hreinleiki gullsins þarf að vera að lágmarki 99.5% í stöngum og 90% í myntum.
Gull er vinsælt fjárfestingatækifæri vegna:
Gull hefur verið sögulega trygg geymsla verðmæta í þúsundir ára.
Markaðsstöðugleiki – gull er alltaf til staðar og verður ávallt verðmæt.
Möguleiki á að skila hárri ávöxtun á tímum efnahagsóróa
Já, gull hefur verið talið öryggt skjól á viðsjárverðum tímum. Gull hefur haldið verðgildi sínu og kaupmætti í þúsundir ára. Gull hækkar yfirleitt í verði þegar aðrar eignir rýrna.
Já, gull hefur haldið verðgildi sínu í þúsundir ára og oft er litið á það sem áreiðanlega leið til viðhalds á auði. Gull ver verðmæti fyrir rýrnun á kaupmætti af völdum verðbólgu.
Já, það er ráðlegt að gull sé hluti af eignasafni. Það er algengt að ráðleggja að um 10% af eignasafni sé í gulli. Bæði til að hækka heildarávöxtun eignasafnsins og minnka áhættu.
Já, gull hjálpar til að draga úr heildaráhættu. Það er vegna þess að gull hefur tilhneigingu til að hreyfast öðruvísi í verði en hlutabréf, skuldabréf og aðrar eignir.
Já, fjárfesting í gulli getur virkað sem trygging gegn tapi í öðrum fjárfestingum á meðan efnahagslægð eða leiðréttingar á markaði standa yfir.
Já, gull er mjög mikið keypt og selt. Reyndar það mikið að dagleg viðskipti með gull nema yfir 160 milljörðum USD að meðaltali. Aðeins hlutabréf á S&P 500 sýna hærri daglega meðalveltu.
Já, það er verulegur munur, því gull er áþreifanleg eign á meðan að hlutabréf og skuldabréf eru það ekki. Hlutabréf greiða oft arð og skuldabréf vexti en gull hefur verð sem annað hvort hækkar eða lækkar. Ávöxtun á gulli á undanförnum árum hefur verið hærri en á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum á Íslandi. Gull hefur ekki þriðja aðila áhættu sem hlutabréf og skuldabréf hafa. Gull verður aldrei einskis virði, það er alltaf til staðar. Það verður ekki gjaldþrota og það verður aldrei greiðslufall.
Já gull er takmörkuð auðlind. Það er talið að gull sem vitað er um í jörðu og er vinnanlegt samkvæmt núverandi tækni sé rétt rúmmlega 50.000 tonn. Það eru unninn úr jörðu um 3.000 tonn á ári þannig að vinnanlegur gullforði jarðarinnar mun ekki endast í marga áratugi.
Gull er góð vörn gegn verðbólgu. Gullverð hækkar mikið á verðbólgutímum. Kaupmáttur gulls hefur haldist í þúsundir ára.
Já, eftirspurn eftir gulli eykst ár frá ári. Stærstu einstöku kaupendur eru seðlabankar heimsins sem nota gull sem hluta af gjaldaeyrisvaraforða sínum. Um 50% af öllu gulli sem unnið er úr jörðu á hverju ári er notað í skartgripi, 10% í tækni og læknavísindum og um 40% endar hjá fjárfestum og seðlabönkum um allan heim í stöngum eða mynt.
Gull hefur haldið verðgildi sínu og kaupmætti í þúsundir ára. Gull hefur líka hækkað verulega í verði á síðustu 20 árum. Um 950% í íslenskum krónum og um 95% á síðustu 5 árum.
Gullverð getur breytst vegna ýmissa þátta. Pólitískri óvissu, hættu á styrjöldum, hræðsla við kreppu getur haft mikil áhrif á hækkandi gullverð. Gull hefur lengu verið talið örugg höfn á óvissu tímum. Þar sem gull ber ekki vexti, þá hefur gull tilhneigingu til að hækka í verði þegar vextir lækka, að sama skapi hefur aukin kostnaður við fjármagn neikvæð áhrif á gullverð. Staða Bandaríkjadollars hefur mikil áhrif á gullverð. Sterkur dollar lækkar verð á gulli en veikur dollar hækkar verð. Það er sem sagt öfugt samband á milli gullverðs og stöðu Bandaríkjadollars. Síðast en ekki síst hefur að sjálfsögðu framboð og eftirspurn áhrif á verð á gulli. Seðlabankar eru stærstu einstöku kaupendur á gulli. Seðlabankar um allan heim hafa flestir styrkt stöðu sína í gulli á undanförnum misserum en gull er hluti af gjaldeyrisvarasjóðum seðlabanka.
Í íslenskum krónum hefur gull hækkað um 950% á síðustu 20 árum og um 500% í evrum.
Í íslenskum krónum hefur gull hækkað um 95% síðustu 5 árum og um 80% í evrum.
Seðlabanki Íslands á um 1,98 tonn af gulli sem er hluti af gjaldeyrisvarasjóði landsins. Seðlabankinn hefur ekki keypt gull í yfir 20 ár. Gulleign Íslands er geymd hjá Bank of England í London.
LBMA (London Bullion Market Association) eru alþjóðleg viðskiptasamtök sem eru fulltrúi Lundúnamarkaðarins fyrir gull- og silfur með alþjóðlegum viðskiptavinum. Þar með talið meirihluta seðlabanka sem eiga gull, fjárfesta í einkageiranum, námufyrirtæki, málmvinnslur og framleiðendur.
Alþjóða gullráðið, eru alþjóðleg viðskiptasamtök fyrir gulliðnaðinn með aðsetur í Bretlandi. Þau starfa á öllum sviðum iðnaðarins, frá gullnámu til fjárfestingar, með það að markmiði að örva og viðhalda eftirspurn eftir gulli með markaðsþróun.
Það birtir oft rannsóknir sem mæla fyrir gulli sem varðveislu auðs. Það veitir einnig greiningu á greininni og býður upp á innsýn í drifkrafta eftirspurnar eftir gulli.
Já, fyrirtækið er mjög traust. Hefur hæstu einkunnir fyrir gjaldhæfi, fær verðlaun og viðurkenningar á hverju ári í Þýskalandi fyrir „Besta verð“, „Bestu þjónustu“, „Besta gull sparnaðarplan“ og er „þekktasta“ fyrirtæki í gullsparnaði í Þýskalandi, sem er stærsti gullmarkaður í Evrópu. Fyrirtækið starfar í 140 löndum með yfir hálfa milljón viðskiptavini.
Já, þú byrjar að eignast gull frá fyrsta degi. Þar til Agio (upphafskostnaður) hefur verið að fullu greitt þá fara 20% af greiðslu inn á Gullreikning þinn og 80% inn á Agio. Þegar Agio er að fullu greitt fara 100% inn á Gullreikninginn þinn. Afsláttarkjör ráðast af því hvaða samning þú ert með.
Gjald eða prósenta sem greitt er fyrir skipti á einum gjaldmiðli fyrir annan. Eins er það, þar sem gull er gefið fyrir silfur eða eðalmálmur fyrir pappírsgjaldmiðil. Á Íslandi er kannski best að kalla þetta gjald upphafskostnað vegna þess að Íslendingar eru vanir að þurfa að greiða slíkan kostnað í langtíma sparnaðarsamningum. Auvesta skilar þessum kostnaði til baka til viðskiptavina sinna sem spara til lengri tíma þegar ákveðnum áföngum í sparnaðinum er náð. Sjá nánar: Hvenær fæ ég greiddan tryggðarbónus?
Tryggðarbónus (sem er endurgreiðsla Afio eða upphafskostnaðar) er greiddur þegar þú hefur náð gulleign að upphæð eur 12.000, þá eru greiddar með gulli inn á reikning eur 600 hjá þeim sem eru með M-6, L-12 og XL-24 samninga.
Þegar gulleign er orðinn eur 27.000 eru að auki eur 600 greiddar í gulli inn á Gullreikninginn vegna L-12 og XL-24 samninga og að lokum þegar gulleign er orðinn eur 50.000 eru greiddar eur 1.200 í gulli inn á Gullreikning XL-24 samninga.
Í M-6 samningum er hann greiddur yfir 18 mánaða tímabil eur 33 á mánuði. Í L-12 yfir 24 mánaða tímabil eur 50 á mánuði í tveimur hlutum þegar eur 12.000 eru á Gullreikningi og aftur þegar eur 27.000 eru á reikningi og XL-24 yfir 30 mánaða tímabil eur 80 á mánuði í þremur hlutum; þegar eur 12.000 eru á Gullreikningi , aftur þegar eur 27.000 eru á Gullreikningi og að lokum þegar eur 50.000 hafa verið fjárfestar.
Ef þú ert með sparnað til lengri tíma í gulli, þá er líklegt að þú hafir fengið allan eða a.m.k. hluta af upphafskostnaði greiddan í gulli inn á reikning þinn. Það má því segja að þú sért með agaðan sparnað vegna þess að það er innbyggður hvati fyrir þig að halda áfram að spara í gulli.
Það er enginn stjórnunarkostnaður.
Auvesta Edelmettal AG, tekur engan stjórnunarkostnað. En að sjálfsögðu hefur fyrirtækið kostnað, bæði við rekstur og markaðsmál auk ýmiss annars kostnaðar eins og gengur og gerist. Þar sem í upphafi samningssambands er ekki vitað hvað gullkaup þín verða mikil, þá er greitt Agio. Auvesta endurgreiðir Agio til þín eftir að gullkaup hafa náð, eur 12.000, 27.000 og 50.000.
Kostnaður við öryggisgeymslu og vátryggingar á mánuði (allir eðalmálmar þínir eru að fullu vátryggðir). S-3 = 0,08% af verðmæti þín í geymslu. M-6 = 0,07%, L-12 = 0,06% og XL-24 er 0,05%
Allt gull og aðrir eðalmálmar sem þú kaupir með reglubundnum sparnaði er þín eign. Þú færð kvittanir fyrir hverri greiðslu og á gullreikningi þínum (sem þú sérð og stjórnar í vefaðgangi þínum) sérðu skráningarnúmer á gullinu þínu og/eða á öðrum eðalmálmum í þinni eigu.
Þú ert að kaupa gull á lægra verði en gengur og gerist að öllu jöfnu. Við hvetjum þig til að bera saman verð ef þú hefur tök á. Að auki eru veitir afslættir af gullkaupum í gegnum reglubundinn sparnað þinn: S-3 = enginn frekari afsláttur. M-6 = 1% afsláttur L-12 = 3% afsláttur og XL-24 = 6% afsláttur. Til að fá daglegt gullverð Auvesta Edelmettal AG þá getur þú sent fyrirspurn á upplysingar@gullmarkadurinn.is Gullverð breytist daglega.
Þú ákveður það sjálfur. Þú getur valið um eftirfarandi staði: Zurich í Sviss, London í Englandi, Frankfurt eða Munchen í Þýskalandi og Singapúr. Þjóðverjar velja sjálfir flestir að geyma gullið sitt í Zurich. Þú getur valið um í hvaða landi gull þitt og aðrir eðalmálmar eru geymdir.
Þú getur selt hluta eða allt gullið þitt og aðra eðalmálma þína hvenær sem er til Auvesta. Það tekur að öllu jöfnu 4 virka daga. Þú færð þá greitt frá Þýskalandi og allar greiðslur eru í evrum. Þar sem um erlenda millifærslu er að ræða skaltu búast við að greiðsla sjáist inn á reikningi þínum eftir 2-3 daga eftir að sala hefur átt sér stað. Þú getur gengið frá sölu í gegnum vefaðgang þinn hjá Auvesta.
Já, þú getur gert það hvenær sem er. Hafðu þá samband við ráðgjafa þinn hjá Gullmarkaðinum eða með því að senda tölvupóst á upplysingar@gullmarkadurinn.is
Við munum þá ganga frá kaupbeiðni fyrir þína hönd og önnur nauðsynleg gögn ef þörf er á.
Já, þú getur það. Það er reyndar mjög vinsælt að greiða hærri upphæð á mánuði fyrsta árið til að auka gulleign hratt. Síðan getur þú lækkað upphæðina ef þú kýst að gera það.
Þú getur hækkað mánaðarlegan sparnað þinn hvenær sem er og kostnaður er enginn nema að þú ákveðir að fara í annað hagkvæmara sparnaðarplan, t.d. úr L-12 í XL-24 sem er auðvitað hægkvæmara plan vegna þess að afsláttur er 6% í stað 3% og geymslugjald er lægra. Ef þú heldur áfram í L-12 þá er enginn viðbótarkostnaður.
Já, þú getur gert það hvenær sem er eftir að Agio hefur verið greitt. Þú þarft samt að láta okkur vita með 2 vikna fyrirvara svo að hægt sé að láta afturkalla greiðslu af reikningi þínum eða korti í tíma.
Þú lætur okkur einnig vita hvað þú vilt langt greiðslufrí.
Já, þú getur bæði sent gull á aðra reikninga hjá Auvesta og þú getur móttekið gull af öðrum reikningum.
Kostnaður er enginn. Þú getur sent gull í gegnum vefaðgang þinn.
Allt gull og aðrir eðalmálmar koma frá LBMA (London Bullion Market Association) viðurkenndum framleiðendum. Það tryggir, hreinleika, gæði, áreiðanleika og rekjanleika.
Gullverðið daglega til hækkunar eða lækkunar. Þú færð upplýsingar um verð mánaðarins á heimsíðu Gullmarkaðarins í Sparnaðarhluta undir liðnum Gullverð. Ef þú þarft verð dagsins þá sendir þú tölvupóst á upplysingar@gullmarkadurinn.is
Já, þú getur gert breytingar á gulleign þinni í silfur, platínu eða palladíum hvenær sem þú vilt og eins oft og þú vilt. Þú gerir það sjálfur í gegnum vefaðgang þinn.
Gullmarkaðurinn birtir mánaðarlega á vefsíðu sinni Markaðsfréttir sem eru unnar af helstu sérfræðingum í greininni. Í markaðsfréttum er hægt að lesa um hvað megi búast við að gerist á gullmörkuðum á næstu misserum.
Við ráðleggjum þér að spara í gulli í a.m.k. 5 – 15 ár. Sparnaður í gulli hefur verið með bestu almennum langtíma fjárfestingum sem almenningur hefur gert á síðustu 20 árum. Þó að ávöxtun fortíðar gefi ekki fyrirheit um ávöxtun framtíðar, þá hefur gull í eignasafni bæði skilað góðri ávöxtun auk þess að draga úr heildaráhættu eignasafnsins.
Arcarius ehf. er einkaumboðsaðili Auvesta á Íslandi
Það er alltaf góður tími til að kaupa gull. Keyptu gull með reglubundnum sparnaði. Með mánaðarlegum gull kaupum þá ertu að kaupa gull þegar verð er bæði hátt og þegar það er lágt. Þú lækkar áhættu þína verulega, á ensku kallast það „Dollar Cost-Averaging“.
Það er innheimtur virðisaukaskattur á Íslandi af gulli og öðrum eðalmálmum. Ef þú flytur eða þegar þú lætur senda þér gull eða aðra eðalmálma til Íslands þá munti greiða virðisaukaskatt við landamærinn Tollstjóri sem sér um innheimtu skattsins.
Nei, þú greiðir engan virðisaukaskatt á meðan gullið þitt eða aðrir eðlamálmar eru í vörslu Auvesta.
Það er enginn virðisaukaskattur á Evrópska efnahagssvæðinu nema Íslandi af fjárfestingagulli sem er að tilgreindum hreinleika, yfir 999.5. Allt gull sem þú átt hjá Auvesta er 999.9 að hreinleika og silfur, platína og palladíum að lágmarki 999.0. Um alla Evrópu er virðisaukaskattur af silfri, platínu og palladíum.
Einstaklingar greiða fjármagnstekjuskatt af hagnaði sem myndast við sölu lausafjár ef lausafé er keypt í hagnaðarskyni en ef ekki er sala lausafjár skattfrjáls. Ef kaup og sala lausafjár er í svo miklu umfangi að um er að ræða atvinnurekstur er hins vegar greiddur almennur tekjuskattur af söluhagnaði en þá er til staðar réttur til frádráttar rekstrarkostnaðar.