Neytendastofa

Neytendastofa

Neytendastofa tók til starfa 1. júlí 2005 samkvæmt lögum nr. 62/2005. Neytendastofa er ein þeirra eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með viðskiptalífinu og  lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda. Neytendastofa heyrir undir  menningar- og viðskiptarráðueytið.   


Hlutverk Neytendastofu er að treysta öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum og annast eftirlit og framkvæmd laga um neytendavernd. 


Neytendastofa fylgir stefnum stjórnvalda eins og við á s.s. stefnu í aðgengismálum opinberra vefja, innkaupastefnu og jafnréttisstefnu.


Meginhlutverk stofnunarinnar má taka saman í eftirtalda flokka með tilliti til forgangsröðunar:

    •    Gæta að og hafa eftirlit með neytendarétti.

    •    Hafa eftirlit með viðskiptaháttum og stuðla að gagnsæi markaðarins.

    •    Miðla upplýsingum til aðila á markaði um réttindi þeirra og skyldur.


Upplýsingar og fræðsla til aðila í atvinnulífi og almennings um réttindi og skyldur stuðlar að virðingu og góðri framkvæmd á lögum er miða að öryggi og vernd neytenda. Stjórnvaldsúrræðum skal beitt aðeins þegar nauðsyn krefur svo unnt sé að tryggja lögvarin réttindi neytenda og neytendavernd almennt. 

Góð þekking á reglum um öryggi og réttindi neytenda er undirstaða þess að hámarks árangri verði náð í viðskiptum fyrirtækja og fagmanna við neytendur.

Ánægja viðskiptavina og góð neytendavernd er allra hagur. Hlutverk Neytendastofu er því að stunda upplýsingamiðlun til aðila í atvinnulífi um skyldur þeirra og réttindi gagnvart neytendum.

Þó að Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf, reyni að þjónusta viðskiptavinum eins og best þekkist í greininni. Þá getur því miður alltaf eitthvað farið úrskeiðis. Fari svo að viðskiptavinur fær að hans mati ekki lausn á sínum umkvörtunum þá getur hann haft samband við Neytendastofu á netfangi: postur@neytendastofa.is

Share by: