Saga gulls í 6000 ár

Saga gulls í 6000 ár

Frá elstu tímum hefur gull verið tengt öðrum heimi. Fegurð þess hefur heillað fólk. Ekkert annað í náttúrunni er eins og gull í útliti og áferð. Í gegnum söguna hefur fólk notað gull til að búa til sína dýrmætustu eigur. Gull er fágætt. Ef það væri eins algengt og sandur eða salt, væri það ekki svona eftirsóknarvert. Næstum allt gull sem nokkurn tímann hefur verið unnið úr jörðu er ennþá til. Sem málmur hefur gull ýmsa merkilega eiginleika. Eina únsu (31,1gr) er hægt að teygja í 80 km langan vír. Það er hægt að hamra það í blaðgull sem er einungis tveir milljónustu úr sentimetra á þykkt. Dálítið gull getur dugað þér vel. Gull ryðgar ekki eða fölnar. Það er efnafræðilega hvarftregt. Vatn og loft geta ekki unnið því skaða, sama gildir meira að segja um flestar sýrur. Gullgripur getur legið í jörð í þúsund ár og verið jafn fagur og skínandi eins og daginn sem hann var smíðaður. Það er engin furða að svona merkilegt náttúrulegt efni hafi verið álitið yfirnáttúrulegt því það virðist endast að eilífu. Á það er treyst fremur en nokkuð annað til að standa af sér erfiða tíma. Við trúum því að það verði ævinlega talið verðmætt.

Nærmynd af gullpeningi á svörtu yfirborði
Share by: