Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf., reyna ávallt að hafa það að leiðarljósi að starfsemi félaganna séu í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Auk þess sem að fyrirtækin leytast við að starfa samkvæmt stöðlum Alþjóða gullráðsins (World Gold Counsil) um sölu og umboðssölu á eðalmálmum. Stór hluti þessa er að bregðast fljótt og vel við ábendingum og kvörtunum sem kunna að berast frá viðskiptavinum okkar.
Fyrirtækin hafa sett sér stefnu og reglur um meðferð kvartana en tilgangur þeirra er að tryggja að ferli við úrvinnslu kvartana viðskiptavina sé sanngjörn, gagnsætt og að úrvinnslu- og svartími mála sé eins skammur og kostur er – ekki lengur en 10 virkir dagar. Þá er tilgangur reglnanna einnig að koma í veg fyrir að mistök starfsmanna eða brot á lögum og reglum endurtaki sig.
Hafi viðskiptavinur einhverjar ábendingar eða kvartanir, t.d. um óánægju með þjónustu Gullmarkaðarins og/eða Arcarius ehf., afgreiðslu mála eða hvernig staðið hefur verið að viðskiptasambandi, getur hann beint kvörtun vegna viðkomandi starfsmanns eða verktaka, með skriflegum hætti til Gullmarkaðarins og/eða Arcarius ehf., eða með tölvupósti á netfangið: kvortun@gullmarkaðurinn.is
Svo að unnt sé að taka afstöðu til kvörtunar með skjótum og öruggum hætti er nauðsynlegt að viðskiptavinur gefi upp kennitölu sína svo auðkenna megi hann og vinna úr kvörtun svo og að gefnar séu sem skýrastar upplýsingar um efni kvörtunar.