Um okkur

Um okkur

Að vera fyrsta fyrirtækið á Íslandi að bjóða almenningi og fagfjárfestum upp á að fjárfesta með reglubundnum sparnaði í gulli og öðrum eðalmálmum er bæði mjög sérstakt, í ljósi þess að Ísland er sennilega síðasta landið í heiminum sem telst sem nýmarkaður í eðalmálmum og mikill heiður.

Við höfum því reynt að nálgast markaðinn með mikilli nærgætni. Við gerum okkur grein fyrir því að þó að sjálfsögðu allir vita hvað gull er þá eiga Íslendingar enn margt ólært er varðar fjárfestingar í gulli og öðrum eðalmálmum. Því ákváðum við leggja gríðarlega áherslu á fræðslu. 

Við höfum stofnað Gullakademíu sem er aðgengileg öllum, ókeypis hér á vefsíðu okkar. 

Við munum senda reglulega frá okkur fréttir um hvað er að gerast á gullmörkuðum og um annað sem snertir eðalmálma og gæti verið til fróðleiks og hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar og almenning.

Við höfum leitað eftir því „besta“ sem við teljum vera völ á fyrir íslenskan markað og fyrir íslenska neytendur og fjárfesta. 

Þýskaland er stærsti gullmarkaður Evrópu – þar eru yfir 100 fyrirtæki sem bjóða upp á reglubundinn sparnað í gulli. Við ákváðum að hefja samstarf við fyrirtæki sem er talið fremst á sýnu sviði á þeim markaði. Fyrirtæki sem starfar í 140 löndum um allan heim, fyrirtæki sem fær viðurkenningar á hverju ári fyrir frábæra þjónustu, góð verð og er talið bjóða upp á „bestu“ sparnaðarsamninga Þýskalands.


Við ákváðum líka að taka upp staðla við sölu og ráðgjöf sem er talinn til fyrirmyndar i greininni.

Þessir staðlar eru verk og vinna Alþjóða Gullráðsins (World Gold Counsil) sem eru samtök sem eru leiðandi í gulli í heiminum.

Eigendur

AU Marketing and Service GMbH

Frá stofnun hefur Auvesta Edelmettal AG verið leiðandi í viðskiptum með eðalmálma í Þýskalandi og býður heildarlausnir um allan heim fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja fjárfesta með reglubundnum hætti í gulli og öðrum eðalmálmum.


Markaðsstarf félagsins um allan heim er í höndum AU Marketing and Service GMbH í Þýskalandi sem er einn af aðaleigendum Gullmarkaðarins/Arcarius ehf. Fyrirtækið er undir stjórn Hr. Zhenwei Wang sem hefur áratuga reynslu af því að starfa á gullmörkuðum um allan heim.

Spóinn fjárfestingafélag ehf. er 15 ára gamalt félag í eigu Halldórs Björn Baldurssonar og fjölskyldu. Halldór hefur starfað á fjármálasviði í yfir 30 ár. Síðustu 25 árin að mestu erlendis. Halldór hefur unnið að verkefnum um allan heim en þó mest í Evrópu. Meðal verkefna, hefur verið á trygginga-og lífeyrissviði, fjárfestingabanka starfsemi og fyrirtækjaráðgjöf. Halldór hefur komið að sameiningum, yfirtökum og sölu á um 40 fyrirtækjum víða um Evrópu í mörgum ólíkum greinum.


Hann hefur fylgst með gullmörkuðum í all mörg ár og fyrst að tækifærið kom upp, að vinna með þessum frábæru samstarfsaðilum að kynna þessa tegund fjárfestinga og sparnaðar fyrir Íslendingum, þá var ekki hægt að sleppa því. 

Svarthvít teikning af fugli með löngum gogg.
Svarthvít teikning af fugli með löngum gogg.

Ráðgjafar

Halldór Björn Baldursson

hbb@gullmarkadurinn.is

Sími: 778 5020


Þorgerður Halldórsdóttir

th@gullmarkadurinn.is
Sími:7722991


Ása Oddsdóttir

ao@gullmarkadurinn.is
Sími:620 8584


Gunnar Þorsteinsson

gth@gullmarkadurinn.is

Sími 823 2248


Guðbjarni Traustason

gt@gullmarkadurinn.is

Sími: 611 8034


Ágústa Ragnarsdóttir

ar@gullmarkadurinn.is

Sími: 663 3939


Baldur Hans Úlfarsson

bhu@gullmarkadurinn.is

Sími: 7722256


Fe Amor Parel Guðmundsson

fe@gullmarkadurinn.is

Sími: 8250315

Skrifstofa

Upplýsingar um vörur og þjónustu:

upplysingar@gullmarkadurinn.is


Upplýsingar um greiðslur:

bokhald@gullmarkadurinn.is


Kvartanir og ábendingar:

kvartanir@gullmarkadurinn.is

Share by: