Virðisaukaskattur

Virðisaukaskattur

Á Íslandi bera fjárfestingamálmar 24% virðisaukaskatt alveg eins og skartgripir. Það er enginn munur gerður á eðalmálminnihaldi samkvæmt íslenskum skattyfirvöldum. Ísland er sennilega eina eða a.m.k. eitt af fáum löndum í Evrópu sem gerir ekki þennan greinarmun. Evrópusambandslöndin innheimta ekki virðisaukaskatt á fjárfestingargulli hvort sem um mynt eða stangir er að ræða en á silfri, platínu og palladíum er innheimtur virðisaukaskattur.  Gull er eini málmurinn sem er undanþeginn virðisaukaskatti ef það er af tilgreindum hreinleika í formi stanga eða mynta.


Þannig að þegar gull og aðrir eðalmálmar eru keyptir í gegnum
vefverslun Gullmarkaðarins þá er alltaf innheimtur virðisaukaskattur þegar afhending er á Íslandi og er hann greiddur við pöntun. Þegar gull sem keypt er í gegnum Auvesta Edelmettal AG þá greiðist virðisaukaskattur við landamæri Íslands, þegar og ef viðkomandi lætur senda sér gullið eða sækir og flytur það sjálfur til landsins.

Share by: