Sjá Smásölufjárfestir
Bálkakeðja er eins konar stafræn færsluskrá, notuð í stað miðlægrar skráningar. Færsluskráin er ýmist aðgengileg hverjum sem er eða aðgangur takmarkaður við tiltekna þátttakendur sem hafa til þess „leyfi“. Bálkakeðjur eru varðar með dulkóðun sem á að tryggja óhagganlega skráningu viðskipta sem einstakir þátttakendur geta sannreynt. Í tilviki stafræns (tokenised) gulls, er eign tiltekins fjárfestis í ráðstöfuðu gulli skráð í bálkakeðju til að sanna eignarhald og gera kleift að framselja eignarhald.
Bræðsluverð á við verðgildi gulls eða annars málms í hlut eins og gullstöng, mynt eða skartgrip.
Verðgildi bullion-gulls ræðst af verðgildi gullinnihalds þess. Bullion-gull er oft kallað fjárfestingargull. Í sumum löndum er nánar skilgreint út frá hreinleika og formi hvað telst vera fjárfestingargull. Bullion-gull er ýmist í formi gullstanga eða myntar.
Í Evrópusambandinu er fjárfestingargull skilgreint sem gullstangir af hreinleikanum 99,5% eða meira, eða gullmynt sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Myntin verður að vera 90% hrein hið minnsta; hún þarf að vera slegin eftir 1800; hún þarf að vera eða hafa verið lögmætur gjaldmiðill, og söluverð hennar er yfirleitt ekki meira en 80% umfram verðgildi gullsins sem hún inniheldur. Evrópusambandið gefur reglulega út lista yfir myntir sem teljast til fjárfestingargulls.
Skammstöfunin ESG stendur fyrir Environmental, Social, Governance (umhverfismál, félagsmál, stjórnarhættir).
Viðmið um umhverfismál, félagsmál og stjórnarhætti eru mörgum neytendum mikilvæg. Viðmiðunum er ætlað að stuðla að umhverfisvernd, sanngjarnri meðferð starfsfólks og annarra hagaðila og fylgni við staðla um góða stjórnarhætti í fyrirtækjum.
Sjá Gulltryggð verðbréf
Sjá Bullion-gull
Það ræðst af staðbundnum markaðsvenjum hvað talið er til fjárfestingarskartgripa úr gulli. Almennt séð þurfa fjárfestingarskartgripir að vera með hátt gullinnihald, þ.e. háan hreinleika. Það gæti átt við um gripi sem eru yfir 21 karati og upp í 999.9, allt eftir mörkuðum. Skartgripir sem innihalda aðeins lítils háttar af gulli, eins og gullhúðaðir skartgripir, teljast ekki til fjárgestingarskartgripa.
Fjárfestingarskartgripir úr gulli eru oft seldir eftir vigt í grömmum vegna þess að heildarverðgildi gullskartgripa ræðst fyrst og fremst af gullinnihaldi þeirra.
Gulltryggð ETF og álíka vörur eru baktryggð í gulli og verð þeirra fylgir gullverði. ETF eru keypt og seld í kauphöllum og veita fjárfestum aðgang að gullverði, og eru baktryggð í gulli.
„Gull með umsjón“ (e. managed gold) vísar til vöru sem er grundvölluð á gulli sem varðveitt er í öryggishvelfingu. Þar er um að ræða gull sem ýmist er ráðstafað eða sameiginlega ráðstafað og geymt í öryggishvelfingu fagaðila fyrir hönd smásöluviðskiptavina. Sparnaðaráætlanir í gulli og stafrænt gull (e. tokenised gold) eru dæmi um gullvörur með umsjón.
Gæðastimplar (e. hallmarks) voru upphaflega til þess gerðir að sýna hreinleika gulls í skartgripum ásamt merki prófunarstofunnar sem vottaði hreinleika gullsins.
Síðar var bætt við vörumerkjum sem sýndu hvaða gullsmiður hafði gert viðkomandi grip.
Innihald af hreinu gulli í gullstöng, mynt eða öðrum grip er kallað hreinleiki (e. fineness). Gripir úr gulli innihalda oft einhvern íblöndunarmálm eða önnur efni. Ein mælieining fyrir hreinleika gulls er karat. Karöt gefa til kynna hversu margir hlutar af 24 eru hreint gull. 24 karata gull er nánast hreint gull (99,5–99,9%).
Ef um er að ræða óráðstafaðan reikning, á viðskiptavinurinn ekki tilteknar gullstangir eða mynt en á þess í stað rétt á tilteknu magni af gulli. viðskiptavinurinn er ekki löglegur eigandi að neinu efnislegu gulli, heldur á hann kröfu á söluaðilann.
Safnaramyntir teljast ekki til fjárfestingamyntar. Oft er þess vænst að þær hafi viðbótarverðgildi umfram eðalmálminn sem þær innihalda á grundvelli fágætis eða hönnunar. Þótt það sé misjafnt milli mynta, eru þær yfirleitt ekki eins auðseljanlegar og fjárfestingarmyntir og premían á þeim er hærri (sjá stundarverð/premíur hér að ofan). Safnaramyntum svipar til fjárfestingar í listaverkum og þær krefjast sérþekkingar af hálfu fjáfestisins. Fjárfesting í safnaramyntum felur í sér öðruvísi/meiri áhættu í samanburði við fjárfestingu í fjárfestingargulli.
Reikningar með sameiginlega ráðstöfuðu gulli (e. pool allocated gold) bjóða fjárfestum upp á að vera meðeigendur í einni ráðstafaðri gullstöng eða safni ráðstafaðra gullstanga. Þá er venjulega um að ræða „stórstangir“, t.d. 400 únsu stangir frá London Good Delivery (u.þ.b. 12,4 kg), sem venjulega fást keyptar með lágri premíu. Sameiginlega ráðstafað gull er að fullu baktryggt með efnislegu gulli. Fjárfestar eiga brot af heildarsafni ráðstafaðs gulls en einstökum stöngum er ekki ráðstafað til þeirra.
Smásölufjárfestir er einstaklingur eða fyrirtæki/félag sem ekki er fagfjárfestir.
Alþjóða gullráðið skilgreinir stafrænt gull sem eignarhald á efnislegu gulli, staðfest með stafrænum skírteinum í bálkakeðju (e. blockchain).
„Stundarverð“ gulls á venjulega við verð á einni troyes-únsu gulls á alþjóðlegum mörkuðum. Allt eftir formi og gerð bullion-gulls sem fjáfestar kaupa, bætast „premíur“ eða álagning við þetta verð. Venjulega er premían hlutfallslega hærri á lítilli gullstöng eða mynt en á stærri stöng.
Uppgjörsdagur er sá dagur þegar eignarhald á gulli flyst frá seljanda til kaupanda. Á þeim degi þarf kaupandinn að greiða fyrir kaupin og seljandinn að afhenda kaupandanum gullið. Uppgjörsfrestur er venjulega einn eða tveir dagar. „Uppgjörsáhætta“ á við þá áhættu að gagnaðilinn láti hjá líða að afhenda gullið þegar fjárfestirinn er búinn að greiða fyrir það (eða að fjárfestirinn láti hjá líða að greiða fyrir gullið þegar hann hefur fengið það afhent).