Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf., hafa einsett sér að tryggja áreiðanleika viðskiptamanna sinna og draga úr áhættu í starfsemi félagsins með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Stefna þessi nær til allrar starfsemi félagsins í þeim tilfellum þar sem það telst tilkynningarskyldur aðili í skilningi q-liðar 2. gr., sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna og sinnir viðskiptum eða öðrum aðgerðum sem falla undir gildissvið laganna.
1.Tilgangur og lagaskylda
Félagið leggur áherslu að uppfylla í hvívetna ákvæði laga og er stefna þessi byggð á lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Markmið laganna er að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með því að skylda aðila sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka til að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra og tilkynna um það til lögbærra yfirvalda vakni grunur um eða verði þeir varir við slíka ólögmæta starfsemi.
Starfssvið félaga við sölu/kaup eðalmálma hvort sem er beint eða í umboðssölu hefur verið skilgreint meðal þeirra sem kunna að verða notuð í slíkum tilgangi og ber Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf., því að hlíta nánar tilgreindum ákvæðum laganna.
2. Aðgerðir á grundvelli laganna
Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf., framkvæmir áhættumat á rekstri sínum og viðskiptum á grundvelli 5. gr. laganna, en matið er endurnýjað á tveggja ára fresti. Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf., framkvæmir auk þess áreiðanleikakannanir á viðskiptamönnum sínum eftir því sem við á á grundvelli III. kafla laganna. Þá hefur Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf. skipað ábyrgðarmann á grundvelli 34. gr. laganna.
3. Áhættumat
Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf., framkvæmir regulega áhættumat á rekstri sínum og viðskiptum í samræmi við 5. gr. laganna. Matið er framkvæmt af óháðum, utanaðkomandi aðila á 2ja ára fresti. Áhættumatið verður uppfært ekki síðar en árið 2026 og hefur Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf., hefur innleitt verkferla sem tryggja að því verði sinnt, ásamt öðrum skyldum sem lögin leggja á félagið.
4. Áreiðanleikakannanir
Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf. framkvæmir áreiðanleikakannanir í samræmi við III. kafla laganna í þeim tilvikum sem talin eru í 8. gr. Í starfsemi Gullmarkaðarins og Arcarius ehf., er a-liður 1. mgr. 8. gr. laganna sérstaklega raunhæfur, þar sem félagið stofnar reglulega til nýrra viðvarandi samningssambanda í skilningi ákvæðisins. Á það við í upphafi samningssambands við viðskiptavini, en auk þess í þeim tilfellum þar sem viðskiptavinur kaupir eðalmálma í vefverslun Gullmarkaðarins.
Ferlið er ólíkt eftir því hvort viðskiptamenn Gullmarkaðarins og Arcarius ehf., eru einstaklingar eða lögaðilar.
Í tilfelli einstaklinga er óskað eftir nánar tilgreindum upplýsingum sem Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf.,telur nauðsynlegar til að hefja viðskiptasamband, sbr. nánari lýsingu í persónuverndarstefnu félagsins. Auk þeirra upplýsinga er einstaklingum gert að framvísa viðurkenndum persónuskilríkjum í samræmi við a-lið 1. mgr. 10. gr. Laganna auk staðfestingar á uppruna fjármuna ef viðskipti eru umfram þá upphæð . Afrit er tekið af skilríkjum og varðveitt í samræmi við 1. mgr. 28. gr. laganna.
Í tilfelli lögaðila er þeim gert að veita, auk þeirra upplýsinga sem Gullmarkaðurinn og Arcarius Gold ehf., telur nauðsynlegar til að hefja viðskiptasamband, upplýsingar úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eða sambærilegri opinberri skrá með heiti, heimilisfangi og kennitölu eða sambærilegum upplýsingum til að sanna á sér deili, í samræmi við ákvæði b-liðar 1. mgr. 10. gr. laganna. Þá er fyrirsvarsmanni lögaðila gert að sanna á sér deili með framvísun viðurkenndra persónuskilríkja í samræmi við sama ákvæði, sbr. og a-lið 1. mgr. 10. gr. laganna. Afrit er tekið af framangreindum gögnum og varðveitt í samræmi við 1. mgr. 28. gr. laganna.
5. Ábyrgðarmaður
Gullmarkaðurinn og Arcarius Gold ehf., hefur tilnefnt ábyrgðarmann í samræmi við ákvæði 34. gr. laganna. Ábyrgðarmaður annast tilkynningar í samræmi við 21. gr. laganna auk annarra samskipta við skrifstofu fjármálagreininga lögreglu eftir því sem við á og hefur auk þess skilyrðislausan aðgang að áreiðanleikakönnun viðskiptamanna, viðskiptum eða beiðnum um viðskipti auk annarra nauðsynlegra gagna.
Ábyrgðarmaður Gullmarkaðarins og Arcarius ehf. er Halldór Björn Baldursson.
6. Persónuvernd
Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf., leggur mikla áherslu á ítrustu fylgni við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og hefur sett sér ítarlega persónuverndarstefnu sem birt er opinberlega á vefsvæði félagsins. Öll vinna Gullmarkaðarins og Arcarius ehf., sem lýst er í framangreindum ákvæðum tekur mið af því að ákvæðum persónuverndarlaga og persónuverndarstefnu Gullmarkaðarins og Arcarius ehf., sé fylgt.
Til þess ber að líta að 28. gr. laga nr. 140/2018 gerir ráð fyrir varðveislu gagna og upplýsinga og sinnir Gullmarkaðurinn og Arcarius ehf., skyldum sínum á grundvelli ákvæðisins. Er þess þó gætt að safna ekki gögnum eða varðveita þau í meiri mæli en ákvæði laganna gera ráð fyrir.
Frekari upplýsingar um vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga hjá Gullmarkaðinum og Arcarius ehf., má nálgast í persónuverndarstefnu félagsins.
7. Verklag og innri reglur
Framangreind upptalning er ekki tæmandi um aðgerðir af hálfu Gullmarkaðarins og Arcarius ehf., á grundvelli laganna. Þannig gætir félagið að því að öllum öðrum skyldum sem lagðar eru á félagið sé sinnt eftir því sem við á. Félagið hefur sett sér verklagsreglur um framkvæmd framangreindra aðgerða og fylgni við lögin að öðru leyti, sem starfsfólki eru kynntar ítarlega. Þá veitir lögfræðingur félagsins starfsfólki ráðgjöf og fræðslu um efni laganna eftir því sem við á.
8. Samskipti við félagið
Hafa má beint samband félagið ef spurningar vakna um stefnu þessa eða aðgerðir félagsins á grundvelli laga nr. 140/2018. Samskiptaupplýsingar um félagið eru sem hér segir:
Arcarius ehf.
kt.
Suðurlandsbraut 20
108 Reykjavík
upplysingar@gullmarkadurinn.is
9. Endurskoðun
Félagið getur frá einum tíma til annars breytt stefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða lagaumhverfi að öðru leyti. Stefnan er endurskoðuð eftir því sem þurfa þykir að mati félagsstjórnar en þó eigi síðar en á 2ja ára fresti.
Þessi stefna var sett og samþykkt af stjórn þann 02.04.2024.